Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni.
Lögregla segir að um átök í gengjastríði í borginni sé að ræða en á þessu ári hafa fjórtán slíkar sprengingar orðið, sem hefur orsakað að Danir ætla að taka upp landamæraeftirlit á landamærunum að Svíþjóð. Talið er að sprengiefnin berist þaðan.
Sprengjan sprakk um klukkan þrjú í nótt að dönskum tíma.
Engan sakaði í árásinni en Amagerbrogade var lokað í nokkrar klukkustundir í nótt. Hún hefur verið opnuð að nýju.
Átökin eru sögð á milli tveggja gengja, annað þeirra starfar á Norrebro en hitt í Hundige-hverfinu.
Enn ein sprengingin á Amager
Atli Ísleifsson skrifar
