Bannið nær til framleiðslu á fatnaði, skóm, töskum og hvers kyns fatnaði úr dýrafeldi. Kaliforníuríki er það fyrsta í Bandaríkjunum til þess að banna framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum og það þriðja sem bannar flestar dýrategundir í sirkusum.
Nýlega skrifaði Newsom undir lagafrumvarp sem bannaði veiði dýra í þeim tilgangi að nota feld þeirra en áður höfðu Los Angeles og San Francisco bannað sölu dýrafelds. Dýraverndunarsinnar fögnuðu breytingunum og sögðu þær skref í rétta átt að aukinni dýravelferð.

Bannið nær þó ekki til sölu feldar sem þegar hefur verið framleiddur né þess sem notaður er í trúarlegum tilgangi. Bannið nær ekki heldur til framleiðslu leðurs, ullar né feldar af köttum og hundum né uppstoppunnar.
Talið er að feldariðnaðurinn velti hundruðum milljarða árlega en árið 2014 högnuðust slíkir framleiðendur um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það færist þróunin í sífellt auknum mæli í átt að aukinni dýravelferð og hafa tískurisar á borð við Versace, Gucci og Armani lýst því yfir að þau ætli sér ekki að nota feld í sínum fatnaði framar.