Bríet, ein vinsælasta söngkona landsins, var ásamt Önnu Svövu og Loga Bergmann gestur Gumma Ben í skemmtiþættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben. Bríet spjallaði við Gumma og gestina áður en hún tók lagið.
Sjá einnig: Sóli Hólm fór á kostum sem Sindri Sindrason í Heimsókn
Bríet flutti eitt af hennar vinsælustu lögum, Feimin(n) en í laginu nýtur hún liðsinnis grafarvogsbúans knáa Arons Can. Aron var hins vegar ekki á svæðinu og því kom það í hlut skemmtikraftsins Sóla Hólm að fylla í skarð Arons.
Sóli Hólm lék því á hljómborð og söng með Bríet í lokaatriði þáttarins í gærkvöld.
Flutningurinn var glæsilegur en hann má sjá hér að ofan.
Engin feimni þegar Bríet og Sóli Hólm tóku lagið hjá Gumma Ben
Tengdar fréttir

Elísabet Ormslev flutti nýtt lag hjá Gumma Ben
Söngkonan Elísabet Ormslev rak smiðshöggið á spjallþátt Guðmundar Benediktssonar á Stöð 2 í gær.

Sóli Hólm fór á kostum sem Sindri Sindrason í Heimsókn
Föstudagskvöld með Gumma Ben var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og var mikill gestagangur eins og vanalega. Gestir kvöldsins voru þau Anna Svava, Logi Bergmann og söngkonan Bríet.

Sóli Hólm sem Gísli Einars endaði blindfullur á Gullöldinni
Spjallþátturinn Föstudagskvöldið með Gumma Ben var á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðið föstudagskvöld og eins og áður voru skemmtileg leikin atriði með Sóla Hólm.

Stórkostleg frammistaða Sölku Sólar sem Eivör í Eftirhermuhjólinu
Spjallþátturinn Föstudagskvöld með Gumma Ben var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gestir Gumma að þessu sinni voru söngkonan Salka Sól og skemmtikrafturinn Hjálmar Örn. Gumma til halds og traust var sem fyrr, Sóli Hólm.