Belgía heimsótti Kasakstan í fyrsta leik dagsins í undankeppni EM 2020 en Belgar tryggðu sig inn í lokakeppni EM með 9-0 sigri á San Marinó á fimmtudag.
Belgar þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í dag en Michy Batshuayi kom þeim yfir í fyrri hálfleik og Thomas Meunier tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki.
Belgía með yfirburðastöðu í I-riðli; hafa unnið alla átta leiki sína og eru með markatöluna 30-1.
Kasakar engin fyrirstaða fyrir Belga
