Stútfullir matarstampar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. október 2019 14:31 Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Sjá meira
Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum.
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun