ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 12:40 Breski Brexitmálaráðherrann Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, funduðu í morgun. epa Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15