Afturkalla leyfi vegna stíflu Neyðarlínunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2019 07:15 Stífla Neyðarlínunnar í Drekagili við Öskju er stærri en leyfið sagði til um. Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira