Hægri stjórn? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. október 2019 10:15 Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaramál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun