Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:50 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð. Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00