Fótbolti

Cloé Lacasse áfram á skotskónum með Benfica

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cloe í leik með ÍBV en hún skoraði 54 mörk fyrir félagið í efstu deild.
Cloe í leik með ÍBV en hún skoraði 54 mörk fyrir félagið í efstu deild. vísir/Ernir
Kanadíski og íslenski framherjinn Cloé Lacasse var á skotskónum um helgina þegar lið hennar Benfica vann stórsigur í portúgölsku deildinni.

Cloé Lacasse fékk íslenskt ríkisfang fyrr á þessu ári en hún var þá búin að spila með ÍBV í nokkur ár.

Cloé hætti hjá ÍBV áður en tímabilinu í Pepsi Max deild kvenna lauk og samdi við Benfica.

Cloé skoraði fyrsta markið í 5-0 sigri Benfica á útivelli á móti Marítimo í gær.

Marítimo er frá eyjunni Madeira og Cloé grínaðist með það á samfélagsmiðlum að það væri eins og hún væri að lenda á Heimaey þegar hún sá Madeira í fjarska.

Cloé Lacasse hefur skorað sjö mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Benfica liðinu en hún skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar.

Benfica hefur unnið alla fimm leiki sína með Cloé Lacasse innanborðs.

Cloé var ekki lögleg með íslenska landsliðinu í haustleikjunum en gæti mögulega spilað sína fyrstu landsleiki á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×