„Það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 11:15 Hulda Ragnheiður Árnadóttir segir að gefa þurfi konum tækifæri til að komast að borðinu þar sem forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni séu valdir. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“ Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“
Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00