„Það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 11:15 Hulda Ragnheiður Árnadóttir segir að gefa þurfi konum tækifæri til að komast að borðinu þar sem forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni séu valdir. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“ Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“
Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00