Réttað yfir fyrrverandi IRA-liða vegna morða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 08:00 John Downey leiddur af lögreglu á Norður-Írlandi. Eitt ódæðið sem hann er sakaður um beindist að vörðum Bretadrottningar. Vísir/Getty Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.John Downey, 67 ára maður sem grunaður er um morð á tveimur breskum hermönnum árið 1972, gaf sig fram við lögregluna á Írlandi fyrr í mánuðinum og var í kjölfarið framseldur til Norður Írlands. Downey var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum IR A og er einnig grunaður um fleiri ódæði. Á þriðjudag ákvað dómari að Downey yrði í varðhaldi fram að réttarhöldum enda væri mikil hætta á að hann reyndi að flýja.Þann 25. ágúst árið 1972 voru hermennirnir Alfred Johnston og James Eams að skoða bifreið á Irvinestown-veginum, nálægt Cherrymount í suðvesturhluta Norður Írlands, þegar hún sprakk og þeir létust báðir. Þetta var á mestu átakatímunum sem vörðu í 30 ár, eða allt þar til friðarsamkomulag var gert árið 1998.Downey, sem búsettur hefur verið á Írlandi undanfarna áratugi, var einn af þeim 200 liðsmönnum IRA sem Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sömdu um að yrðu ekki ákærðir fyrir glæpi sína. Þegar íhaldsstjórn Davids Cameron komst til valda árið 2010 var þetta samkomulag sett í uppnám.Árið 2013 var Downey kærður fyrir tvær sprengjuárásir í Hyde Park og Regent’s Park í Lundúnum þann 20. júlí árið 1982, þar sem 11 hermenn létust. Downey mætti fyrir réttinn í Lundúnum en málinu var vísað frá þar sem lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi höfðu fullvissað hann um að ekkert yrði aðhafst gegn honum á grundvelli samkomulagsinsHaustið 2018 gáfu lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi út evrópska handtökutilskipun á hendu r Downey fyrir morðin frá árinu 1972. Á sama tíma höfðuðu fjölskyldur hermannanna í Lundúnum einkamál á hendur honum. Opinber beiðni um framsal frá Írlandi barst hæstaréttinum í Dyf linni 5. nóvember og var Downey handtekinn í Donegal sama dag en settur í stofufangelsi á meðan framsalsbeiðnin var í vinnslu. Í mars úrskurðaði hæstiréttur að framsal væri mögulegt og í október var hann framseldur.Sinn Fein hafa haldið uppi vörnum fyrir Downey og segja framsalið brjóta í bága við friðarsamkomulagið. Einnig að Downey sjálfur hafi átt þátt í því að samkomulagið var gert árið 1998. „Það er ljóst að breska ríkisstjórnin vinnur þetta mál í slæmri trú. Downey ætti að vera heima í Donegal með fjölskyldu sinni,“ sagði Frankie Molloy, þingmaður flokksins. Segja þeir málið skapa hættulegt fordæmi fyrir frekari ákærur. Sambandssinnar fagna hins vegar framsalinu og segja að löngu sé kominn tími á réttlæti fyrir fjölskyldur hermannanna.Þó að friðarsamkomulagið 1998 hafi verið bylting í samskiptum kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi má lítið út af bera til að átök blossi ekki upp á ný. Hafa ber í huga að enn eru voðaverk stunduð í landinu af skæruliðahópum, til að mynda af NIRA, sem lýsa sér sem arftaka IRA og hafa meðal annars sprengt á Norður-Írlandi og Englandi. Væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið vatn á myllu slíkra hópa og hafa þeir heitið árásum á landamæraverði og aðrar stofnanir sem hindra frjálsar samgöngur og verslun á milli norðurs og suðurs. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Norður-Írland Tengdar fréttir Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.John Downey, 67 ára maður sem grunaður er um morð á tveimur breskum hermönnum árið 1972, gaf sig fram við lögregluna á Írlandi fyrr í mánuðinum og var í kjölfarið framseldur til Norður Írlands. Downey var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum IR A og er einnig grunaður um fleiri ódæði. Á þriðjudag ákvað dómari að Downey yrði í varðhaldi fram að réttarhöldum enda væri mikil hætta á að hann reyndi að flýja.Þann 25. ágúst árið 1972 voru hermennirnir Alfred Johnston og James Eams að skoða bifreið á Irvinestown-veginum, nálægt Cherrymount í suðvesturhluta Norður Írlands, þegar hún sprakk og þeir létust báðir. Þetta var á mestu átakatímunum sem vörðu í 30 ár, eða allt þar til friðarsamkomulag var gert árið 1998.Downey, sem búsettur hefur verið á Írlandi undanfarna áratugi, var einn af þeim 200 liðsmönnum IRA sem Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sömdu um að yrðu ekki ákærðir fyrir glæpi sína. Þegar íhaldsstjórn Davids Cameron komst til valda árið 2010 var þetta samkomulag sett í uppnám.Árið 2013 var Downey kærður fyrir tvær sprengjuárásir í Hyde Park og Regent’s Park í Lundúnum þann 20. júlí árið 1982, þar sem 11 hermenn létust. Downey mætti fyrir réttinn í Lundúnum en málinu var vísað frá þar sem lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi höfðu fullvissað hann um að ekkert yrði aðhafst gegn honum á grundvelli samkomulagsinsHaustið 2018 gáfu lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi út evrópska handtökutilskipun á hendu r Downey fyrir morðin frá árinu 1972. Á sama tíma höfðuðu fjölskyldur hermannanna í Lundúnum einkamál á hendur honum. Opinber beiðni um framsal frá Írlandi barst hæstaréttinum í Dyf linni 5. nóvember og var Downey handtekinn í Donegal sama dag en settur í stofufangelsi á meðan framsalsbeiðnin var í vinnslu. Í mars úrskurðaði hæstiréttur að framsal væri mögulegt og í október var hann framseldur.Sinn Fein hafa haldið uppi vörnum fyrir Downey og segja framsalið brjóta í bága við friðarsamkomulagið. Einnig að Downey sjálfur hafi átt þátt í því að samkomulagið var gert árið 1998. „Það er ljóst að breska ríkisstjórnin vinnur þetta mál í slæmri trú. Downey ætti að vera heima í Donegal með fjölskyldu sinni,“ sagði Frankie Molloy, þingmaður flokksins. Segja þeir málið skapa hættulegt fordæmi fyrir frekari ákærur. Sambandssinnar fagna hins vegar framsalinu og segja að löngu sé kominn tími á réttlæti fyrir fjölskyldur hermannanna.Þó að friðarsamkomulagið 1998 hafi verið bylting í samskiptum kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi má lítið út af bera til að átök blossi ekki upp á ný. Hafa ber í huga að enn eru voðaverk stunduð í landinu af skæruliðahópum, til að mynda af NIRA, sem lýsa sér sem arftaka IRA og hafa meðal annars sprengt á Norður-Írlandi og Englandi. Væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið vatn á myllu slíkra hópa og hafa þeir heitið árásum á landamæraverði og aðrar stofnanir sem hindra frjálsar samgöngur og verslun á milli norðurs og suðurs.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Norður-Írland Tengdar fréttir Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09