Innlent

Skemmdi allt sem á vegi hans varð á Snorrabraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er vitað hvað manninum gekk til.
Ekki er vitað hvað manninum gekk til. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis í dag mann á Snorrabraut sem er grunaður um að hafa brotið rúðu á a.m.k. sex stöðum. Þá skemmdi hann einnig mótorhjól og bifreið sem varð á vegi hans.

Í dagbók lögreglu segir að ekki sé vitað hvað manninum gekk til. Hann var vistaður í fangageymslu þar til hann verður skýrsluhæfur.

Um klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um umferðaróhapp við Sóleyjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Bifreið var ekið á steinsteypt grindverk. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en reyndist ekki mikið meiddur. Ekki er grunur um vímuakstur, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá var ökumaður handtekinn í Hafnarfirði eftir að lögreglumenn mátu aksturslag hans afar varhugavert. Þegar þeir hugðust stöðva bíl mannsins ók hann utan í lögreglubifreiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×