Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. október 2019 16:27 Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hefur nú verið látinn laus úr haldi. Fórnarlambið var á þeim tíma kærasta hans. Vísir greindi frá málinu á mánudaginn fyrr í þessari viku en þá var sagt af því að maðurinn væri í einangrun. Málið var rannsakað sem tilraun til manndráps. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu; að maðurinn sé nú laus úr haldi. „Í mínum huga var enginn forsenda fyrir því að halda manninum. Í fyrstu var þetta byggt á rannsóknarhagsmunum sem eru ekki lengur til staðar. Enda er búið að yfirheyra alla sem í hlut eiga að mínu mati,“ segir Unnsteinn. Hann bendir á að grundvöllur gæsluvarðhalds hafi verið rannsóknarhagsmunir í fyrstu, þá almannahagsmunir en þeim hagsmunum sé ekki til að dreifa lengur.Uppfært klukkan 19:55: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið snemma á sjöunda tímanum:Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir karlmanni um tvítugt vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn er því laus úr haldi, en úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.Áður hafði lögreglan tekið ákvörðun um að karlmanninum yrði gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart brotaþola.Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni um síðustu helgi og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en það rann út í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hefur nú verið látinn laus úr haldi. Fórnarlambið var á þeim tíma kærasta hans. Vísir greindi frá málinu á mánudaginn fyrr í þessari viku en þá var sagt af því að maðurinn væri í einangrun. Málið var rannsakað sem tilraun til manndráps. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu; að maðurinn sé nú laus úr haldi. „Í mínum huga var enginn forsenda fyrir því að halda manninum. Í fyrstu var þetta byggt á rannsóknarhagsmunum sem eru ekki lengur til staðar. Enda er búið að yfirheyra alla sem í hlut eiga að mínu mati,“ segir Unnsteinn. Hann bendir á að grundvöllur gæsluvarðhalds hafi verið rannsóknarhagsmunir í fyrstu, þá almannahagsmunir en þeim hagsmunum sé ekki til að dreifa lengur.Uppfært klukkan 19:55: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið snemma á sjöunda tímanum:Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir karlmanni um tvítugt vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn er því laus úr haldi, en úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.Áður hafði lögreglan tekið ákvörðun um að karlmanninum yrði gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart brotaþola.Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni um síðustu helgi og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en það rann út í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09