Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 20:50 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi vefverslunarinnar Boxins. Hann rekur einnig verslanir undir merkjum Super 1 á Íslandi. Mynd/Samsett Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“ Neytendur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“
Neytendur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira