Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 17:10 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi. Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi.
Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira