Kona Magnúsar skipstjóra skrifar Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun