Fótbolti

Ensku liðin gætu spilað níu dögum fyrir fyrsta leik á HM í Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Chelsea og Liverpool verða væntanlega flestir á HM í Katar þegar þar að kemur.
Leikmenn Chelsea og Liverpool verða væntanlega flestir á HM í Katar þegar þar að kemur. vísir/getty
Tvær efstu deildirnar í Englandi hafa nú lagt drög að því hvernig tímabilið í enska boltanum muni líta út tímabilið 2022/2023.

Tímabilið er nokkur sérstakt þar sem undir lok nóvember og í desember mun HM í fótbolta fara fram í Katar. Spilað er síðla árs svo það verði bærilegra að spila í hitanum.

Samkvæmt núverandi drögum á að spila í ensku úrvalsdeildinni og Championship-deildinni þann 12. nóvember en HM hefst í Katar einungis níu dögum síðar.







Það verður því ekki mikil tími fyrir liðin að undirbúa sig sem og koma sér fyrir í Katar. Einnig er farið fljótt af stað aftur eftir mótið því það á að spila annan í jólum, átta dögum eftir að síðasti leikur mótsins fer fram.

Til þess að þetta muni allt saman ganga upp þá fer enska úrvalsdeildin viku fyrr af stað það tímabilið og endar viku síðar en vanalega.

Félögum hefur verið tilkynnt um þessi drög og eru viðbrögðin sagð jákvæð. Þau verða rædd enn frekar í næsta mánuði er félögin og viðeigandi aðilar hittast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×