Umspilshugmynd í Inkasso viðruð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. október 2019 11:00 Fjölnir fór upp í Pepsi-deildina í ár. Keflavík endaði í fimmta sæti og hefði með nýja fyrirkomulaginu getað farið upp. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi „KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir. Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira