Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 08:00 Íslandsbanki ætlar ekki að auglýsa hjá þeim fjölmiðlum sem ekki gæta að kynjajafnréttindum í sinni dagskrárgerð. Edda og Birna Einarsdóttir bankastjóri telja að nú sé nóg talað og kominn tími á framkvæmdir. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, hefur boðað það að Íslandsbanki muni hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði sem snúa að kynjahlutföllum hvað varðar þáttagerðarmenn og viðmælendur. Hún vill ekki gefa upp hversu miklu fé bankinn ver til auglýsinga en það skiptir hundruðum milljóna króna. Edda kom stuttlega inná þessa stefnu bankans í pistli sem hún birti á Vísi í vikunni en í niðurlagi hans fléttar hún karlmönnum og plasti saman. „Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“Herör Íslandsbanka gegn plasti og karlmönnumEdda hlær við þegar hún er spurð hvort bankinn vilji skera upp herör gegn plasti og karlmönnum? „Í grófum dráttum. En, nei. Bankinn tók upp fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem hann er að vinna eftir. Og núna erum við að sýna það í verki hvernig við ætlum að gera það. Lítil skref í þessa átt.“Edda Hermannsdóttir segir að nú sé nóg rætt og kominn tími á framkvæmdir. Sem ábyrgur banki ætlar Íslandsbanki aðeins að eiga í viðskiptum við þá fjölmiðla sem hafa kynjahlutföllin í lagi, að mati bankans.Spurð hvort það geti verið hlutverk bankans að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar haga og standa að sinni dagskrá og sinni dagskrárgerð segir Edda að bankinn vilji að horft sé til jafnréttismála. „Kröfurnar sem við setjum eru þær að ef um mikinn kynjahalla er að ræða þá viljum við gera athugasemdir við það. Við erum búin að flagga við þá aðila. Við ætlum ekki að gefa það upp hverjir það eru. En, við erum að taka upp gögn og erum í viðræðum um það.“Viðskiptaþvinganir ábyrgs bankaEn, eru þetta þá einhvers konar viðskiptaþvinganir eða boycott?„Ef menn vilja orða það svo. En bankinn er bara fyrirtæki sem vill stunda viðskipti við þá sem stunda góða viðskiptahætti.“Frosti Logason dagskrárgerðarmaður hefur eldað grátt silfur við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur vegna mælinga skrifstofunnar á kynjahlutfalli í útvarpi. Með honum á myndinni eru Adda Ingólfsdóttir sem var starfsmaður skrifstofunnar auk Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar.Edda segir að þetta snúi bæði að starfsmannahaldi sem og viðmælendum þar sem það á við. „Við erum að kalla eftir upplýsingum bæði er varðar þáttastjórnendur, sem eru þá starfsmenn og líka varðandi viðmælendur þegar og þar sem verið er að mæla fjölda karla og kvenna í þáttagerð. Við erum að taka saman þær tölur núna til að meta hvernig kynjahlutfallið er. Á sumum stöðum eru fáar sem engar konur meðal starfsmanna. Reyndar líka ef litið er til viðmælenda, þá er oft um mjög fáar konur að ræða.“Skráning viðmælenda í fjölmiðlum Edda vill ekki gefa upp hvaða fjölmiðlar eru undir hæl bankans í þessum efnum en fyrir liggur að Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur verið með þessi mál til sérstakrar athugunar. Þá hefur því verið haldið fram að sérstakar skráningar á kyni viðmælenda þyki nú sjálfsagt mál og eðlilegt í alla staði. Í nýlegri umfjöllun Morgunblaðsins þar sem greint er frá slíkri skráningu á kynjahlutfalli kemur fram að RÚV hafi haldið samræmda skráningu á kynjahlutfalli viðmælenda í þrjú ár og birt opinberlega á þriggja mánaða fresti.Undanfarin þrjú ár hefur Ríkisútvarpið haldið samviskusamlega skrá yfir alla viðmælendur að teknu tilliti til kyns þeirra og þar verður hlutfall kynjanna sífellt jafnara. Líklegt má telja að stofnunin muni áfram njóta viðskipta við Íslandsbanka.visir/gva„Hlutfall kynjanna verður sífellt jafnara og á síðasta ári mældist það í fyrsta sinn alveg jafnt, þ.e. 50% karlar og 50% konur, í dagskrá RÚV. Ef eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir eru teknir saman er hlutfall viðmælenda 63% karlar og 37% konur,“ segir í umfjölluninni.RÚV sleppur sennilega Það má því búast við því að RÚV muni enn um sinn njóta viðskipta Íslandsbanka en erfiðara er um aðra miðla að fjölyrða svo sem Bylgjuna og X-ið, svo dæmi séu nefnd. Edda segir að þetta verði ekki gert á einum degi en nú sé kominn tími á að hætta að tala og fara að framkvæma. „Við munum ekki gera þetta á einum degi, þetta er ferli þar sem við erum búin að flagga því að við sem ábyrgur banki viljum aðeins eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem þessi sjónarmið eru virt. Við setjum fram þá kröfu að það séu konur en ekki bara karlar hjá þeim fyrirtækjum sem við eigum í viðskiptum við.“ Spurð hvort þetta eigi einnig við um fyrirtæki sem eru frá fornu fari karllæg svo sem bifreiðarverkstæði segir hún að það sé til athugunar hjá rekstrardeildinni. Þetta sé það sem að markaðsdeildinni snúi. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, hefur boðað það að Íslandsbanki muni hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast tiltekin skilyrði sem snúa að kynjahlutföllum hvað varðar þáttagerðarmenn og viðmælendur. Hún vill ekki gefa upp hversu miklu fé bankinn ver til auglýsinga en það skiptir hundruðum milljóna króna. Edda kom stuttlega inná þessa stefnu bankans í pistli sem hún birti á Vísi í vikunni en í niðurlagi hans fléttar hún karlmönnum og plasti saman. „Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“Herör Íslandsbanka gegn plasti og karlmönnumEdda hlær við þegar hún er spurð hvort bankinn vilji skera upp herör gegn plasti og karlmönnum? „Í grófum dráttum. En, nei. Bankinn tók upp fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem hann er að vinna eftir. Og núna erum við að sýna það í verki hvernig við ætlum að gera það. Lítil skref í þessa átt.“Edda Hermannsdóttir segir að nú sé nóg rætt og kominn tími á framkvæmdir. Sem ábyrgur banki ætlar Íslandsbanki aðeins að eiga í viðskiptum við þá fjölmiðla sem hafa kynjahlutföllin í lagi, að mati bankans.Spurð hvort það geti verið hlutverk bankans að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar haga og standa að sinni dagskrá og sinni dagskrárgerð segir Edda að bankinn vilji að horft sé til jafnréttismála. „Kröfurnar sem við setjum eru þær að ef um mikinn kynjahalla er að ræða þá viljum við gera athugasemdir við það. Við erum búin að flagga við þá aðila. Við ætlum ekki að gefa það upp hverjir það eru. En, við erum að taka upp gögn og erum í viðræðum um það.“Viðskiptaþvinganir ábyrgs bankaEn, eru þetta þá einhvers konar viðskiptaþvinganir eða boycott?„Ef menn vilja orða það svo. En bankinn er bara fyrirtæki sem vill stunda viðskipti við þá sem stunda góða viðskiptahætti.“Frosti Logason dagskrárgerðarmaður hefur eldað grátt silfur við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur vegna mælinga skrifstofunnar á kynjahlutfalli í útvarpi. Með honum á myndinni eru Adda Ingólfsdóttir sem var starfsmaður skrifstofunnar auk Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar.Edda segir að þetta snúi bæði að starfsmannahaldi sem og viðmælendum þar sem það á við. „Við erum að kalla eftir upplýsingum bæði er varðar þáttastjórnendur, sem eru þá starfsmenn og líka varðandi viðmælendur þegar og þar sem verið er að mæla fjölda karla og kvenna í þáttagerð. Við erum að taka saman þær tölur núna til að meta hvernig kynjahlutfallið er. Á sumum stöðum eru fáar sem engar konur meðal starfsmanna. Reyndar líka ef litið er til viðmælenda, þá er oft um mjög fáar konur að ræða.“Skráning viðmælenda í fjölmiðlum Edda vill ekki gefa upp hvaða fjölmiðlar eru undir hæl bankans í þessum efnum en fyrir liggur að Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur verið með þessi mál til sérstakrar athugunar. Þá hefur því verið haldið fram að sérstakar skráningar á kyni viðmælenda þyki nú sjálfsagt mál og eðlilegt í alla staði. Í nýlegri umfjöllun Morgunblaðsins þar sem greint er frá slíkri skráningu á kynjahlutfalli kemur fram að RÚV hafi haldið samræmda skráningu á kynjahlutfalli viðmælenda í þrjú ár og birt opinberlega á þriggja mánaða fresti.Undanfarin þrjú ár hefur Ríkisútvarpið haldið samviskusamlega skrá yfir alla viðmælendur að teknu tilliti til kyns þeirra og þar verður hlutfall kynjanna sífellt jafnara. Líklegt má telja að stofnunin muni áfram njóta viðskipta við Íslandsbanka.visir/gva„Hlutfall kynjanna verður sífellt jafnara og á síðasta ári mældist það í fyrsta sinn alveg jafnt, þ.e. 50% karlar og 50% konur, í dagskrá RÚV. Ef eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir eru teknir saman er hlutfall viðmælenda 63% karlar og 37% konur,“ segir í umfjölluninni.RÚV sleppur sennilega Það má því búast við því að RÚV muni enn um sinn njóta viðskipta Íslandsbanka en erfiðara er um aðra miðla að fjölyrða svo sem Bylgjuna og X-ið, svo dæmi séu nefnd. Edda segir að þetta verði ekki gert á einum degi en nú sé kominn tími á að hætta að tala og fara að framkvæma. „Við munum ekki gera þetta á einum degi, þetta er ferli þar sem við erum búin að flagga því að við sem ábyrgur banki viljum aðeins eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem þessi sjónarmið eru virt. Við setjum fram þá kröfu að það séu konur en ekki bara karlar hjá þeim fyrirtækjum sem við eigum í viðskiptum við.“ Spurð hvort þetta eigi einnig við um fyrirtæki sem eru frá fornu fari karllæg svo sem bifreiðarverkstæði segir hún að það sé til athugunar hjá rekstrardeildinni. Þetta sé það sem að markaðsdeildinni snúi.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35