Dæmdir fyrir peningaþvætti og kannabisræktun en komu undan stærstum hluta gróðans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:00 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing. Dómsmál Fíkn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira