„Spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 13:16 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skýra betur þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga. visir/vilhelm Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34