Knattspyrnumenn líklegri til að deyja af völdum heilabilunar en aðrir Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 12:29 Tengsl heilabilunar við höfuðhögg í íþróttum hafa mikið verið rædd undanfarið. Í knattspyrnu skalla leikmenn boltann reglulega. Vísir/EPA Fyrrverandi knattspyrnumenn og þrisvar og hálfu sinni líklegri til að láta lífið af völdum heilabilunar en annað fólk á sama aldri. Rannsóknin tengist áhyggjum af því að ítrekuð höfuðhögg í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum geti valdið varanlegum heilaskaða í íþróttafólki. Vísindamenn við Háskólann í Glasgow báru tæplega 7.780 látna fyrrverandi atvinnuknattspyrnumenn sem höfðu leikið á Skotlandi á árunum 1900 til 1976 saman við um 23.000 almenna borgara. Niðurstaðan var að þeir voru töluvert líklegri til að láta lífið vegna heilabilunar en aðrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Knattspyrnusamband Englands og Félag atvinnuknattspyrnumanna á Bretlandi létu gera rannsóknina. Willie Stewart, taugalæknir, sem leiddi rannsóknina segir að í ljós hafi komið að fyrrverandi knattspyrnumennirnir hafi verið allt að fimmfalt líklegri til að fá Alzheimers, fjórfalt líklegri til að fá hreyfitaugungahrörnun og tvöfalt líklegri til að á Parkinson en fólk almennt. Ákveðið var að ráðast í rannsókn af þessu tagi vegna fullyrðinga um að andlát Jeff Astle, fyrrverandi framherji West Bromwich Albion, árið 2002 hafi mátt rekja til ítrekaðra höfuðhögga þegar hann skallaði þungan leðurbolta. Astle var 59 ára gamall þegar hann lést og hafði þjáðst af vitglöpum. Hann reyndist hafa orðið fyrir heilaskemmdum. Þrátt fyrir að rannsóknin nú hafi leitt í ljós auknar líkur knattspyrnumanna á heilabilun sýndi hún einnig að lífslíkur knattspyrnumannanna í heild voru meiri en samanburðarhópsins. Heilaskaði vegna höfuðhögga í íþróttum hefur einnig verið mikið ræddur vestanhafs í tengslum við bandarískan ruðning. Þar hafa fyrrverandi ruðningsmenn látið lífið fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Fyrrverandi knattspyrnumenn og þrisvar og hálfu sinni líklegri til að láta lífið af völdum heilabilunar en annað fólk á sama aldri. Rannsóknin tengist áhyggjum af því að ítrekuð höfuðhögg í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum geti valdið varanlegum heilaskaða í íþróttafólki. Vísindamenn við Háskólann í Glasgow báru tæplega 7.780 látna fyrrverandi atvinnuknattspyrnumenn sem höfðu leikið á Skotlandi á árunum 1900 til 1976 saman við um 23.000 almenna borgara. Niðurstaðan var að þeir voru töluvert líklegri til að láta lífið vegna heilabilunar en aðrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Knattspyrnusamband Englands og Félag atvinnuknattspyrnumanna á Bretlandi létu gera rannsóknina. Willie Stewart, taugalæknir, sem leiddi rannsóknina segir að í ljós hafi komið að fyrrverandi knattspyrnumennirnir hafi verið allt að fimmfalt líklegri til að fá Alzheimers, fjórfalt líklegri til að fá hreyfitaugungahrörnun og tvöfalt líklegri til að á Parkinson en fólk almennt. Ákveðið var að ráðast í rannsókn af þessu tagi vegna fullyrðinga um að andlát Jeff Astle, fyrrverandi framherji West Bromwich Albion, árið 2002 hafi mátt rekja til ítrekaðra höfuðhögga þegar hann skallaði þungan leðurbolta. Astle var 59 ára gamall þegar hann lést og hafði þjáðst af vitglöpum. Hann reyndist hafa orðið fyrir heilaskemmdum. Þrátt fyrir að rannsóknin nú hafi leitt í ljós auknar líkur knattspyrnumanna á heilabilun sýndi hún einnig að lífslíkur knattspyrnumannanna í heild voru meiri en samanburðarhópsins. Heilaskaði vegna höfuðhögga í íþróttum hefur einnig verið mikið ræddur vestanhafs í tengslum við bandarískan ruðning. Þar hafa fyrrverandi ruðningsmenn látið lífið fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33