Stjórn Samhjálpar hefur ráðið Valdimar Þór Svavarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hann mun hefja störf á morgun, 1. nóvember.
Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Valdimar sé með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðibraut Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá sama skóla. Þá hafi hann einnig lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi auk menntunar í áfalla- og uppeldisfræðum.
Valdimar Þór tekur við starfinu af Verði Leví Traustasyni sem lætur af störfum vegna aldurs. Vörður Leví gegndi starfinu frá árinu 2014.
Tekur við starfi framkvæmdastjóra Samhjálpar
