Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 10:30 Fulltrúar landssamtaka ungmennafélaga á Norðurlöndum funduðu með forsætisráðherrum á Norðurlandaráðsþingi í gær. norden.org/Johannes Jansson „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
„Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG.
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12