„Mikill heiður og stór viðurkenning“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 13:45 Gyða Valtýsdóttir tónskáld er handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019. norden.org/Magnus Froderberg Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“ Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“
Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira