Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Hörður Ægisson skrifar 30. október 2019 07:30 Haldinn var upplýsingafundur með sjóðsfélögum Novus í húsakynnum GAMMA síðasta föstudag. Ráðgjafarfyrirtækið Grant Thornton, sem stjórn GAMMA réð til að gera úttekt á Upphafi og fagfjárfestasjóðnum Novus, mun gera ítarlega greiningu á öllum þeim greiðslum sem greiddar voru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að fasteignafélagið tók til starfa. Þetta kom fram á upplýsingafundi með sjóðsfélögum Novus, eiganda Upphafs, á föstudaginn í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú vinna Grant Thornton miðar að því að ganga úr skugga um réttmæti þeirra greiðslna sem runnu frá Upphafi og keyra þær saman við samninga fasteignafélagsins við hina ýmsu aðila, meðal annars verktaka og ráðgjafa, sem hafa komið að verkefnum fyrir Upphaf á síðustu árum. Niðurstaða úttektarinnar á að liggja fyrir á þessu ári. Sjóðsfélagar Novus, sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, höfðu lagt á það mikla áherslu að ráðist yrði í slíka vinnu vegna gruns um að mögulega hafi ekki verið eðlilega staðið að greiðslum Upphafs í einhverjum tilfellum. Þá hafa þeir einnig meðal annars leitað eftir því að kannaður sé þáttur endurskoðanda, sem skrifaði upp á reikninga Novus, og eins og hvort sjóðurinn hafi starfað í samræmi við reglur. Í bréfi til sjóðsfélaga NOVUS í lok september voru þeir upplýstir um að við endurmat á eignum og áætlunum sjóðsins þá væri eigið fé, sem þremur mánuðum áður var metið á um 3,9 milljarða, nú aðeins talið vera um 42 milljónir. Þá var gengi sjóðsins, sem fór hæst í 250 í árslok 2017, lækkað niður í 2. Samkvæmt nýjum stjórnendum GAMMA reyndist framvinda margra verkefna Upphafs ofmetin, kostnaður við framkvæmdir var langt yfir áætlunum og þá tóku fyrri matsaðferðir ekki að fullu tillit fjármagnskostnaðar félagsins. Til að leysa lausafjárvanda fasteignafélagsins var ákveðið að ráðast í útgáfu forgangsskuldabréfs til tveggja ára upp á einn milljarð króna. Kvika banki hefur skuldbundið sig til að sölutryggja útgáfuna að fjárhæð samtals 500 milljónir og þá náðist samkomulag fyrr í þessum mánuði við helstu skuldabréfaeigendur Upphafs um að þeir myndu leggja félaginu til sömu fjárhæð. Samkvæmt heimildum Markaðarins var hins vegar um það samið að forgangsbréfin skiptist í tvo hluta – A- og B-flokk – og að fjárfestarnir, sem eigendur A-flokks, fái þannig greiddan höfuðstól sinn til baka á undan bankanum. Á meðal stærstu skuldabréfaeigenda Upphafs, sem gaf út 2,7 milljarða skuldabréf til tveggja ára í júní, eru fjárfestingafélagið Stoðir, TM og félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja. Forgangsskuldabréfin verða framar í kröfuröð en skuldabréf í fyrri skuldabréfaútgáfunni og munu þau bera 12 prósent fasta vexti. Upphaf, sem var stofnað árið 2014, er með um 280 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020 en hvert verkefni félagsins er unnið í aðgreindu dótturfélagi. Í kynningu til fjárfesta vegna skuldabréfaútboðs Upphafs í maí síðastliðnum kemur fram að vaxtaberandi skuldir hafi þá numið tæplega 10 milljörðum króna en þeir bankar sem hafa lánað til fasteignaverkefna félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru Íslandsbanki, Landsbankinn og Kvika. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ráðgjafarfyrirtækið Grant Thornton, sem stjórn GAMMA réð til að gera úttekt á Upphafi og fagfjárfestasjóðnum Novus, mun gera ítarlega greiningu á öllum þeim greiðslum sem greiddar voru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að fasteignafélagið tók til starfa. Þetta kom fram á upplýsingafundi með sjóðsfélögum Novus, eiganda Upphafs, á föstudaginn í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú vinna Grant Thornton miðar að því að ganga úr skugga um réttmæti þeirra greiðslna sem runnu frá Upphafi og keyra þær saman við samninga fasteignafélagsins við hina ýmsu aðila, meðal annars verktaka og ráðgjafa, sem hafa komið að verkefnum fyrir Upphaf á síðustu árum. Niðurstaða úttektarinnar á að liggja fyrir á þessu ári. Sjóðsfélagar Novus, sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, höfðu lagt á það mikla áherslu að ráðist yrði í slíka vinnu vegna gruns um að mögulega hafi ekki verið eðlilega staðið að greiðslum Upphafs í einhverjum tilfellum. Þá hafa þeir einnig meðal annars leitað eftir því að kannaður sé þáttur endurskoðanda, sem skrifaði upp á reikninga Novus, og eins og hvort sjóðurinn hafi starfað í samræmi við reglur. Í bréfi til sjóðsfélaga NOVUS í lok september voru þeir upplýstir um að við endurmat á eignum og áætlunum sjóðsins þá væri eigið fé, sem þremur mánuðum áður var metið á um 3,9 milljarða, nú aðeins talið vera um 42 milljónir. Þá var gengi sjóðsins, sem fór hæst í 250 í árslok 2017, lækkað niður í 2. Samkvæmt nýjum stjórnendum GAMMA reyndist framvinda margra verkefna Upphafs ofmetin, kostnaður við framkvæmdir var langt yfir áætlunum og þá tóku fyrri matsaðferðir ekki að fullu tillit fjármagnskostnaðar félagsins. Til að leysa lausafjárvanda fasteignafélagsins var ákveðið að ráðast í útgáfu forgangsskuldabréfs til tveggja ára upp á einn milljarð króna. Kvika banki hefur skuldbundið sig til að sölutryggja útgáfuna að fjárhæð samtals 500 milljónir og þá náðist samkomulag fyrr í þessum mánuði við helstu skuldabréfaeigendur Upphafs um að þeir myndu leggja félaginu til sömu fjárhæð. Samkvæmt heimildum Markaðarins var hins vegar um það samið að forgangsbréfin skiptist í tvo hluta – A- og B-flokk – og að fjárfestarnir, sem eigendur A-flokks, fái þannig greiddan höfuðstól sinn til baka á undan bankanum. Á meðal stærstu skuldabréfaeigenda Upphafs, sem gaf út 2,7 milljarða skuldabréf til tveggja ára í júní, eru fjárfestingafélagið Stoðir, TM og félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja. Forgangsskuldabréfin verða framar í kröfuröð en skuldabréf í fyrri skuldabréfaútgáfunni og munu þau bera 12 prósent fasta vexti. Upphaf, sem var stofnað árið 2014, er með um 280 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020 en hvert verkefni félagsins er unnið í aðgreindu dótturfélagi. Í kynningu til fjárfesta vegna skuldabréfaútboðs Upphafs í maí síðastliðnum kemur fram að vaxtaberandi skuldir hafi þá numið tæplega 10 milljörðum króna en þeir bankar sem hafa lánað til fasteignaverkefna félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru Íslandsbanki, Landsbankinn og Kvika.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira