Íslendingar elska að fara til Ítalíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 19:15 Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“. Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira
Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“.
Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira