Íslendingar elska að fara til Ítalíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 19:15 Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“. Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“.
Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira