Lýsir tilfinningaríkri stund þegar múrinn féll fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 9. nóvember 2019 14:15 Mynd frá því þegar Þjóðverjar fögnuðu falli múrsins daginn eftir fall hans þann 9. nóvember 1989. Vísir/EPA Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA Þýskaland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA
Þýskaland Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira