Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36