Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 13:30 Orri Steinn Óskarsson handsalar samninginn. Mynd/Twitter/@FCKobenhavn Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira