Dauðinn í hverju horni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 11:00 Lykillinn er að skrifa örlítið á hverju kvöldi. Fréttablaðið/Anton Brink Ný glæpasaga Ragnars Jónassonar, Hvítidauði, gerist meðal annars á berklahæli. Næsta bók kemur út á frönsku og íslensku. Hvítidauði er nýjasta glæpasaga Ragnars Jónassonar. Um efni bókarinnar segir Ragnar: „Hún gerist fyrir norðan árið 1983 á á berklahæli sem þá er notað fyrir skrifstofur þar sem eru nokkrir starfsmenn. Sagan hefst á því að einn starfsmaðurinn er myrtur, kona sem er nálægt því að hætta störfum og hafði unnið þarna í áratugi. Síðan verður annað dauðsfall. Sagan gerist líka 30 árum síðar þar sem Helgi Reykdal, nemi í afbrotafræði, er að skrifa lokaritgerð um morðið á hælinu sem aldrei var leyst. Hann er einnig að taka við starfi hjá lögreglunni og hittir fólk sem tengdist hælinu á sínum tíma. Þessi bók fer líka aftur til áranna 1951-52 þegar berklarnir voru enn þá raunverulegur vágestur. Þetta var auðvitað skelfilegur sjúkdómur og á stofnun eins og þessari var dauðinn í hverju horni. Ég fór og skoðaði frábært safn á Kristnesi í sumar og þar fær maður gangana, herbergin, dramatískar sögur og óhugnaðinn beint í æð.“Seld til Bandaríkjanna Lögreglufulltrúinn Hulda, sem lesendur Ragnars þekkja vel, er persóna í þessari bók. „Í Dimmu var hún látin hætta hjá lögreglunni rétt áður en hún átti að fara á eftirlaun vegna þess að ungur og efnilegur lögreglumaður, sem var ónafngreindur, þurfti að fá starfið hennar. Ég fékk þá hugmynd fyrir tveimur árum að láta Helga vera þann mann og skrifa um hann bók. Við fylgjumst með fyrstu dögum hans í lögreglunni og rannsókn á þessu gamla morðmáli á berklahælinu og þar kemur Hulda aðeins við sögu. Mér fannst þetta geta verið skemmtilegur vinkill á þessa fyrstu sögu um hana,“ segir Ragnar. Bækur Ragnars hafa notið mikillar velgengni erlendis og koma út á um tuttugu tungumálum í þrjátíu löndum. Nú þegar er búið að selja Hvítadauða til Bandaríkjanna. Í þessum mánuði koma síðan út í fyrsta sinn bækur eftir hann á spænsku og katalónsku og á næsta ári bætast Holland og Noregur við þau lönd sem gefa út bækur hans. Í Frakklandi nýtur Ragnar áberandi velgengni og þar koma nú út tvær bækur eftir hann á ári, en þar hafa selst fimm hundruð þúsund eintök af bókum eftir hann á þremur árum.Næsta bók á frönsku og íslensku Spurður hvort hann sé mikið á ferðalögum vegna útgáfu bóka sinna segir hann: „Ég reyni að vera eins lítið á ferðalögum og ég kemst upp með því þau trufla mig frá vinnu. Það er samt alltaf nokkuð um ferðalög. Ég fer til Frakklands tvisvar á ári og til Bretlands sömuleiðis.“ Ragnar er í fullu starfi hjá Arion banka og segist skrifa á kvöldin. „Ég byrja að skrifa nýja bók í september á hverju ári og skrifa fram í desember, tek mér þá frí og skrifa eftir áramót og fram á vor. Lykillinn er að skrifa örlítið á hverju kvöldi. Það er skemmtilegt að geta sest niður eftir daginn og hugsað um eitthvað allt annað en dagvinnuna.“ Hann er kominn vel á veg með nýja bók og segir að hugmynd sé um að gefa hana samtímis út á frönsku og íslensku næsta haust. Spurður hvort hann telji sig vera betri höfund nú en þegar hann var að hefja ferilinn segir hann: „Vonandi. Ég held að maður þroskist og læri með hverri bók.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ný glæpasaga Ragnars Jónassonar, Hvítidauði, gerist meðal annars á berklahæli. Næsta bók kemur út á frönsku og íslensku. Hvítidauði er nýjasta glæpasaga Ragnars Jónassonar. Um efni bókarinnar segir Ragnar: „Hún gerist fyrir norðan árið 1983 á á berklahæli sem þá er notað fyrir skrifstofur þar sem eru nokkrir starfsmenn. Sagan hefst á því að einn starfsmaðurinn er myrtur, kona sem er nálægt því að hætta störfum og hafði unnið þarna í áratugi. Síðan verður annað dauðsfall. Sagan gerist líka 30 árum síðar þar sem Helgi Reykdal, nemi í afbrotafræði, er að skrifa lokaritgerð um morðið á hælinu sem aldrei var leyst. Hann er einnig að taka við starfi hjá lögreglunni og hittir fólk sem tengdist hælinu á sínum tíma. Þessi bók fer líka aftur til áranna 1951-52 þegar berklarnir voru enn þá raunverulegur vágestur. Þetta var auðvitað skelfilegur sjúkdómur og á stofnun eins og þessari var dauðinn í hverju horni. Ég fór og skoðaði frábært safn á Kristnesi í sumar og þar fær maður gangana, herbergin, dramatískar sögur og óhugnaðinn beint í æð.“Seld til Bandaríkjanna Lögreglufulltrúinn Hulda, sem lesendur Ragnars þekkja vel, er persóna í þessari bók. „Í Dimmu var hún látin hætta hjá lögreglunni rétt áður en hún átti að fara á eftirlaun vegna þess að ungur og efnilegur lögreglumaður, sem var ónafngreindur, þurfti að fá starfið hennar. Ég fékk þá hugmynd fyrir tveimur árum að láta Helga vera þann mann og skrifa um hann bók. Við fylgjumst með fyrstu dögum hans í lögreglunni og rannsókn á þessu gamla morðmáli á berklahælinu og þar kemur Hulda aðeins við sögu. Mér fannst þetta geta verið skemmtilegur vinkill á þessa fyrstu sögu um hana,“ segir Ragnar. Bækur Ragnars hafa notið mikillar velgengni erlendis og koma út á um tuttugu tungumálum í þrjátíu löndum. Nú þegar er búið að selja Hvítadauða til Bandaríkjanna. Í þessum mánuði koma síðan út í fyrsta sinn bækur eftir hann á spænsku og katalónsku og á næsta ári bætast Holland og Noregur við þau lönd sem gefa út bækur hans. Í Frakklandi nýtur Ragnar áberandi velgengni og þar koma nú út tvær bækur eftir hann á ári, en þar hafa selst fimm hundruð þúsund eintök af bókum eftir hann á þremur árum.Næsta bók á frönsku og íslensku Spurður hvort hann sé mikið á ferðalögum vegna útgáfu bóka sinna segir hann: „Ég reyni að vera eins lítið á ferðalögum og ég kemst upp með því þau trufla mig frá vinnu. Það er samt alltaf nokkuð um ferðalög. Ég fer til Frakklands tvisvar á ári og til Bretlands sömuleiðis.“ Ragnar er í fullu starfi hjá Arion banka og segist skrifa á kvöldin. „Ég byrja að skrifa nýja bók í september á hverju ári og skrifa fram í desember, tek mér þá frí og skrifa eftir áramót og fram á vor. Lykillinn er að skrifa örlítið á hverju kvöldi. Það er skemmtilegt að geta sest niður eftir daginn og hugsað um eitthvað allt annað en dagvinnuna.“ Hann er kominn vel á veg með nýja bók og segir að hugmynd sé um að gefa hana samtímis út á frönsku og íslensku næsta haust. Spurður hvort hann telji sig vera betri höfund nú en þegar hann var að hefja ferilinn segir hann: „Vonandi. Ég held að maður þroskist og læri með hverri bók.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira