Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2019 16:01 Saksóknarar í New York sem rannsaka greiðslur Trump og fyrirtækis hans til kvenna sem segjast hafa átt vingott við hann kröfðust þess að fá skattskýrslur frá endurskoðunarfyrirtæki forsetans. Vísir/EPA Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31