Lýsa yfir „djúpum vonbrigðum“ og vilja að Kristján Þór upplýsi um alla Samherjafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 22:12 Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson, þingmenn Pírata. Yfirlýsingin er send frá þingflokki Pírata. Vísir/vilhelm Þingflokkur Pírata lýsir yfir „djúpum vonbrigðum“ með viðbrögð ríkisstjórnarinnar við Samherjamálinu, sem kynnt voru í dag. Í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata sem send var út í kvöld segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar einkennist af „skammsýni og plástrapólitík“. Þá kallar flokkurinn eftir því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra upplýsi um alla fundi sem hann kann að hafa setið með forsvarsmönnum Samherja frá því að hann tók við embætti. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar vegna Samherjamálsins í dag. Meðal þess sem til stendur að gera er að auka gagnsæi í rekstri stærri óskráðra fyrirtækja, stórra sjávarútvegsfyrirtækja, stuðla að úttekt og úrbótum á fiskveiðum á alþjóðavettvangi og ljúka endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum fyrir áramót. Þá stendur til að tryggja viðbótarfjárveitingar til skattrannsókna, auka varnir gegn hagsmunaárekstrum og mútubrotum auk þess sem utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis í kjölfar Samherjamálsinsog hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporhnekkis. Umfjöllun Stöðvar 2 um aðgerðirnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Þingflokkur Pírata sendi frá sér áðurnefnda yfirlýsingu í kjölfar þessara viðbragða, sem raunar hafa fallið í tiltölulega grýttan jarðveg meðal stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu Pírata er ríkisstjórnin m.a. gagnrýnd fyrir að tryggja ekki „auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem verndað getur almenning frá álíka auðlindaráni og namibíska þjóðin upplifir af hálfu Samherja.“ Eins standi ekki til að endurskoða þau ákvæði laga um veiðigjöld um aðskilnað veiða og vinnslu sem „gera útgerðarrisum eins og Samherja kleift að nota bókhaldsbrellur til þess að komast hjá því að greiða sanngjarnan arð af auðlindum þjóðarinnar.“ „Í stað þess að ráðast í raunverulegar kerfisbreytingar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu til þess að sporna gegn spillingu og misnotkun einkennast viðbrögð ríkisstjórnarinnar af skammsýni og plástrapólitík,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Þá er aðkoma Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra að Samherjamálinu sérstaklega tekin fyrir. Kristján Þór mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) ynni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö áðurnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.Vísir/VilhelmKristján Þór hefur áður sagst hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Þá hefur hann gefið út að þurfi hann að taka ákvarðanir er lúta að þessum málum Samherja muni hann segja sig frá þeim.Píratar gefa lítið fyrir „tæknilega útúrsnúninga forsætisráðherra“ um að Kristján Þór hafi einungis sagt sig frá stjórnvaldsákvörðunum sem varða Samherja einan. „Vera hans á fundi ríkisstjórnarinnar og þátttaka í ákvörðunum um Samherja lýsir í besta falli skilningsleysi á afleiðingum þess að segja sig frá málum og í versta falli algjöru skeytingarleysi um sannleikann,“ segir í yfirlýsingunni. Loks kalla Píratar eftir því að Kristján Þór upplýsi um „alla fundi sem hann hefur setið með forsvarsmönnum Samherja frá því að hann tók við embætti sínu, efni þeirra og fundargerðir ef þeim er að skipta.“ Píratar segja jafnframt mikilvægt að ríkisstjórnin geri gangskör í að tryggja aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum um endanlega eigendur fyrirtækja og um íslenska aðila sem eiga eignir erlendis. Sömuleiðis þurfi að efla aðgengi almennings og fjölmiðla að fyrirtækjaskrá, ársreikningaskrá og hlutahafaskrá. Yfirlýsingu Pírata í heild má nálgast hér að neðan. Alþingi Píratar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Árni Mathiesen segir eðlilegt að leita til FAO með Samherjamálið Málið verður skoðað í skrefum og niðurstöðu ekki að vænta í bráð. 19. nóvember 2019 16:53 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 SFS og SA lýsa yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu nú á fimmta tímanum í dag og brugðust við útspili ríkisstjórnarinnar sem á fundi sínum í morgun ákvað að grípa til aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi í skugga Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 16:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Þingflokkur Pírata lýsir yfir „djúpum vonbrigðum“ með viðbrögð ríkisstjórnarinnar við Samherjamálinu, sem kynnt voru í dag. Í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata sem send var út í kvöld segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar einkennist af „skammsýni og plástrapólitík“. Þá kallar flokkurinn eftir því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra upplýsi um alla fundi sem hann kann að hafa setið með forsvarsmönnum Samherja frá því að hann tók við embætti. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar vegna Samherjamálsins í dag. Meðal þess sem til stendur að gera er að auka gagnsæi í rekstri stærri óskráðra fyrirtækja, stórra sjávarútvegsfyrirtækja, stuðla að úttekt og úrbótum á fiskveiðum á alþjóðavettvangi og ljúka endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum fyrir áramót. Þá stendur til að tryggja viðbótarfjárveitingar til skattrannsókna, auka varnir gegn hagsmunaárekstrum og mútubrotum auk þess sem utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis í kjölfar Samherjamálsinsog hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporhnekkis. Umfjöllun Stöðvar 2 um aðgerðirnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Þingflokkur Pírata sendi frá sér áðurnefnda yfirlýsingu í kjölfar þessara viðbragða, sem raunar hafa fallið í tiltölulega grýttan jarðveg meðal stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu Pírata er ríkisstjórnin m.a. gagnrýnd fyrir að tryggja ekki „auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem verndað getur almenning frá álíka auðlindaráni og namibíska þjóðin upplifir af hálfu Samherja.“ Eins standi ekki til að endurskoða þau ákvæði laga um veiðigjöld um aðskilnað veiða og vinnslu sem „gera útgerðarrisum eins og Samherja kleift að nota bókhaldsbrellur til þess að komast hjá því að greiða sanngjarnan arð af auðlindum þjóðarinnar.“ „Í stað þess að ráðast í raunverulegar kerfisbreytingar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu til þess að sporna gegn spillingu og misnotkun einkennast viðbrögð ríkisstjórnarinnar af skammsýni og plástrapólitík,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Þá er aðkoma Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra að Samherjamálinu sérstaklega tekin fyrir. Kristján Þór mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) ynni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö áðurnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.Vísir/VilhelmKristján Þór hefur áður sagst hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Þá hefur hann gefið út að þurfi hann að taka ákvarðanir er lúta að þessum málum Samherja muni hann segja sig frá þeim.Píratar gefa lítið fyrir „tæknilega útúrsnúninga forsætisráðherra“ um að Kristján Þór hafi einungis sagt sig frá stjórnvaldsákvörðunum sem varða Samherja einan. „Vera hans á fundi ríkisstjórnarinnar og þátttaka í ákvörðunum um Samherja lýsir í besta falli skilningsleysi á afleiðingum þess að segja sig frá málum og í versta falli algjöru skeytingarleysi um sannleikann,“ segir í yfirlýsingunni. Loks kalla Píratar eftir því að Kristján Þór upplýsi um „alla fundi sem hann hefur setið með forsvarsmönnum Samherja frá því að hann tók við embætti sínu, efni þeirra og fundargerðir ef þeim er að skipta.“ Píratar segja jafnframt mikilvægt að ríkisstjórnin geri gangskör í að tryggja aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum um endanlega eigendur fyrirtækja og um íslenska aðila sem eiga eignir erlendis. Sömuleiðis þurfi að efla aðgengi almennings og fjölmiðla að fyrirtækjaskrá, ársreikningaskrá og hlutahafaskrá. Yfirlýsingu Pírata í heild má nálgast hér að neðan.
Alþingi Píratar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Árni Mathiesen segir eðlilegt að leita til FAO með Samherjamálið Málið verður skoðað í skrefum og niðurstöðu ekki að vænta í bráð. 19. nóvember 2019 16:53 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 SFS og SA lýsa yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu nú á fimmta tímanum í dag og brugðust við útspili ríkisstjórnarinnar sem á fundi sínum í morgun ákvað að grípa til aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi í skugga Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 16:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Árni Mathiesen segir eðlilegt að leita til FAO með Samherjamálið Málið verður skoðað í skrefum og niðurstöðu ekki að vænta í bráð. 19. nóvember 2019 16:53
Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08
SFS og SA lýsa yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu nú á fimmta tímanum í dag og brugðust við útspili ríkisstjórnarinnar sem á fundi sínum í morgun ákvað að grípa til aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi í skugga Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 16:42