Ég er skíðamaður, áhrifavaldur og fyrirmynd Sturla Snær Snorrason skrifar 19. nóvember 2019 11:15 Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er afreksíþróttamaður á skíðum. Mestmegnið af árinu bý ég víða um Evrópu að skíða um fjöllin blá. Á ferli mínum hef ég farið á óteljandi mót og meðal annars hlotið þann heiður að fara á Ólympíuleikana og heimsmeistaramót. Ég fer að meðaltali á 5-7 æfingar í viku, aðallega á skíðum og svo þol- og styrktaræfingar með því. Ég held mig við strangt matarræði og passa upp á svefninn þar sem ég vakna yfirleitt um 6:00 leytið. Ég er í þjálfaranámi hjá ÍSÍ og læri þar af leiðandi um helgar. Ég tala við fjölskylduna mína daglega í gegnum facetime og fæ að vera með í afmælum, matarboðum og viðburðum í gegnum samskiptaforrit. Svona eru mánuðirnir mínir frá september til maí. Yfir sumarmánuðina vinn ég við vegmerkingar og bý í foreldrahúsum til þess að geta safnað. Ég er ekki að safna fyrir íbúð, né bíl. Yfir sumarmánuðina er ég að safna fyrir því að fá að vera afreksmaður. Ég er að safna fyrir því að geta staðið mig sem landsliðsmaður Íslands á skíðum. Ég safna fyrir því að geta farið á öll sterkustu mótin, sem eru víða. Ég safna fyrir skíðunum sem ég skíða á, íbúðinni sem ég leigi, bensíninu sem það kostar mig að keyra á milli móta og æfingabúða, matnum mínum og mörgu öðru sem fylgir því að vera íþróttamaður. View this post on InstagramSólin lét sjá sig loksins í lokin á fyrsta kampinum, varð maður þá of metnaðarfullur og mun því koma rauður heim . @world_racing_academy #weareWRA @skidasamband #AONHalli : @alec.scottt The sun came finally in the last days on the first camp, got too ambitious and will then return home red A post shared by Sturla Snær Snorrason (@sturlasnaer94) on Jun 26, 2019 at 10:09am PDT Ég veit ekki hvort þú vitir hver ég er, en það eru fullt af börnum á íslandi sem vita hver ég er. Börn sem æfa skíði og stefna auðvitað alltaf á að ná alla leið. Af því að afreksfólk, í öllum íþróttagreinum á íslandi, eru fyrirmyndir þessara barna. Börn sem vita að til þess að ná langt þarf að leggja inn vinnuna og agann og þau eru algjörlega tilbúin að gera það. En það er erfitt að mæla með að þessi börn fari í atvinnumennsku miðað við stöðuna í dag, og þess vegna þarf að laga, breyta og bæta stöðu afreksfólks á íslandi af því við viljum hvetja þessa krakka áfram án þess að naga okkur í handarbakið. Vinnan mín er alls ekkert einsdæmi. Ísland á afreksfólk í nánast öllum íþróttum, við erum sterk, dugleg og með yfirnáttúrulegan drifkraft. Það sem við gerum er ekkert annað en stöðug vinna. Vinna sem nær yfir allar helgar og frídaga, vinna með enga stimpilklukku. Vinna sem krefst mikilla fórna. Krónískt líkamlegt starf sem reynir samt sem áður mest á heilann. Þetta starf er ekki launað sem gerir starfið mun erfiðara en það er og sérstaklega þar sem íslenskir íþróttamenn þurfa meira og minna að vera búsettir erlendis til að halda sér samkeppnishæfum. Við fáum styrki frá aðildasamböndum okkar, styrki sem eru lífsnauðsynlegir og ná yfir æfingagjöld og flug. Án þeirra væri engin von. Fyrir utan þá styrki er úr fáum sponsum að taka og fyrir þær sakir er því miður alltof mikið af afreksfólki að yfirgefa afrekslestina. Vert er að benda á að margir af liðsfélögum mínum hafa möguleikann á því að skíða fyrir lögreglu, herinn eða þess háttar í sínu landi og fá um 2000 evrur á mánuði sem eru um 276.000 kr ísl. Það munar um minna þegar maður starfar í þágu landsins síns. Kannski ætti að skoða að taka upp svipað kerfi hér á landi. Því að því miður felst okkar vinna ekki í því að taka myndir og pósta á samfélagsmiðla, þó svo að við reynum. Ekki misskilja mig, ég virði samfélagsmiðla stjörnur og þeirra vinnu og vona að þessir aðilar taki starf sitt sem fyrirmyndir alvarlega. Við erum með listamannalaun, atvinnuleysisbætur og í raun kerfi sem sér til þess að hinn almenni íslendingur sé aldrei launalaus. En einhverra hluta vegna er hola í þessu kerfi og íþróttafólk margt hvert í þeirri holu, launalaust. Ég vil halda áfram að vinna að mínum markmiðum sem eru samt ekki bara mín eigin markmið heldur líka hjá allri skíðaíþróttinni á Íslandi. Þetta er raunveruleiki sem margir íslenskir atvinnu íþróttamenn og konur búa við. Ég vil reyna að ryðja leiðina fyrir komandi afreksfólk. Ég vil sjá að afreksfólk geti stundað sína vinnu en líka búið við ákveðið fjárhagslegt öryggi. Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er í hópi fjölda afreksmanna og kvenna á Íslandi. Ég er skíðamaður, áhrifavaldur og fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00 Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er afreksíþróttamaður á skíðum. Mestmegnið af árinu bý ég víða um Evrópu að skíða um fjöllin blá. Á ferli mínum hef ég farið á óteljandi mót og meðal annars hlotið þann heiður að fara á Ólympíuleikana og heimsmeistaramót. Ég fer að meðaltali á 5-7 æfingar í viku, aðallega á skíðum og svo þol- og styrktaræfingar með því. Ég held mig við strangt matarræði og passa upp á svefninn þar sem ég vakna yfirleitt um 6:00 leytið. Ég er í þjálfaranámi hjá ÍSÍ og læri þar af leiðandi um helgar. Ég tala við fjölskylduna mína daglega í gegnum facetime og fæ að vera með í afmælum, matarboðum og viðburðum í gegnum samskiptaforrit. Svona eru mánuðirnir mínir frá september til maí. Yfir sumarmánuðina vinn ég við vegmerkingar og bý í foreldrahúsum til þess að geta safnað. Ég er ekki að safna fyrir íbúð, né bíl. Yfir sumarmánuðina er ég að safna fyrir því að fá að vera afreksmaður. Ég er að safna fyrir því að geta staðið mig sem landsliðsmaður Íslands á skíðum. Ég safna fyrir því að geta farið á öll sterkustu mótin, sem eru víða. Ég safna fyrir skíðunum sem ég skíða á, íbúðinni sem ég leigi, bensíninu sem það kostar mig að keyra á milli móta og æfingabúða, matnum mínum og mörgu öðru sem fylgir því að vera íþróttamaður. View this post on InstagramSólin lét sjá sig loksins í lokin á fyrsta kampinum, varð maður þá of metnaðarfullur og mun því koma rauður heim . @world_racing_academy #weareWRA @skidasamband #AONHalli : @alec.scottt The sun came finally in the last days on the first camp, got too ambitious and will then return home red A post shared by Sturla Snær Snorrason (@sturlasnaer94) on Jun 26, 2019 at 10:09am PDT Ég veit ekki hvort þú vitir hver ég er, en það eru fullt af börnum á íslandi sem vita hver ég er. Börn sem æfa skíði og stefna auðvitað alltaf á að ná alla leið. Af því að afreksfólk, í öllum íþróttagreinum á íslandi, eru fyrirmyndir þessara barna. Börn sem vita að til þess að ná langt þarf að leggja inn vinnuna og agann og þau eru algjörlega tilbúin að gera það. En það er erfitt að mæla með að þessi börn fari í atvinnumennsku miðað við stöðuna í dag, og þess vegna þarf að laga, breyta og bæta stöðu afreksfólks á íslandi af því við viljum hvetja þessa krakka áfram án þess að naga okkur í handarbakið. Vinnan mín er alls ekkert einsdæmi. Ísland á afreksfólk í nánast öllum íþróttum, við erum sterk, dugleg og með yfirnáttúrulegan drifkraft. Það sem við gerum er ekkert annað en stöðug vinna. Vinna sem nær yfir allar helgar og frídaga, vinna með enga stimpilklukku. Vinna sem krefst mikilla fórna. Krónískt líkamlegt starf sem reynir samt sem áður mest á heilann. Þetta starf er ekki launað sem gerir starfið mun erfiðara en það er og sérstaklega þar sem íslenskir íþróttamenn þurfa meira og minna að vera búsettir erlendis til að halda sér samkeppnishæfum. Við fáum styrki frá aðildasamböndum okkar, styrki sem eru lífsnauðsynlegir og ná yfir æfingagjöld og flug. Án þeirra væri engin von. Fyrir utan þá styrki er úr fáum sponsum að taka og fyrir þær sakir er því miður alltof mikið af afreksfólki að yfirgefa afrekslestina. Vert er að benda á að margir af liðsfélögum mínum hafa möguleikann á því að skíða fyrir lögreglu, herinn eða þess háttar í sínu landi og fá um 2000 evrur á mánuði sem eru um 276.000 kr ísl. Það munar um minna þegar maður starfar í þágu landsins síns. Kannski ætti að skoða að taka upp svipað kerfi hér á landi. Því að því miður felst okkar vinna ekki í því að taka myndir og pósta á samfélagsmiðla, þó svo að við reynum. Ekki misskilja mig, ég virði samfélagsmiðla stjörnur og þeirra vinnu og vona að þessir aðilar taki starf sitt sem fyrirmyndir alvarlega. Við erum með listamannalaun, atvinnuleysisbætur og í raun kerfi sem sér til þess að hinn almenni íslendingur sé aldrei launalaus. En einhverra hluta vegna er hola í þessu kerfi og íþróttafólk margt hvert í þeirri holu, launalaust. Ég vil halda áfram að vinna að mínum markmiðum sem eru samt ekki bara mín eigin markmið heldur líka hjá allri skíðaíþróttinni á Íslandi. Þetta er raunveruleiki sem margir íslenskir atvinnu íþróttamenn og konur búa við. Ég vil reyna að ryðja leiðina fyrir komandi afreksfólk. Ég vil sjá að afreksfólk geti stundað sína vinnu en líka búið við ákveðið fjárhagslegt öryggi. Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er í hópi fjölda afreksmanna og kvenna á Íslandi. Ég er skíðamaður, áhrifavaldur og fyrirmynd.
Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30
Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00
Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun