Frá stálþræði til gervigreindar Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 11:00 Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun