Frá stálþræði til gervigreindar Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 11:00 Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar