Söngelskir Íslendingar gerðu þýska konu gráhærða á mögnuðum tónleikum OMAM í Berlín Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2019 13:30 Sveitin Of Monsters and Men kom fram á tónleikum í Berlín 13. nóvember. vísir/getty Þrjú þúsund manns fylltu hið sögufræga Huxleys Neue Welt í Berlín á miðvikudaginn síðasta þar sem nokkur fjöldi Íslendinga var mættur. Eðlilega enda Of Monsters and Men mætt á svæðið. Blaðamaður Vísis var á meðal tónleikagesta. Íslenska bandið Vök hitaði upp fyrir OMAM og var því allsherjar íslenskt þema í þýsku borginni þetta miðvikudagskvöld. Vök stóð sannarlega fyrir sínu og var tónleikasalurinn strax orðinn fullur þegar þau stigu á svið. Þjóðverjinn er reyndar mjög stundvís, annað en Íslendingurinn sem er oftar en ekki með seinni skipunum. Huxleys Neue Welt er sögufrægur tónleikastaður í borginni en Adolf Hitler hélt meðal annars fræga ræðu í salnum árið 1930.Huxleys Neue Welt að utan.WikiCommons/Bernd M. RadowiczSalurinn tekur um þrjú þúsund manns og ekki eitt sæti. Því stóðu allir allan tímann og var algjörlega augljóst að allir sem mættir voru á tónleikana þekktu Of Monsters and Men vel. Þegar bandið mætti á svæðið fyrir utan höllina voru æstir aðdáendur þar að biðja um „selfie“. Fyrsta lagið sem OMAM tók á tónleikunum var lagið Alligator sem er vinsælasta lag þeirra á nýjustu plötunni Fever Dream sem kom út í maí á þessu ári. Það var því byrjað á bombu og salurinn strax kominn í gír.Sennilega voru um 30 Íslendingar á tónleikunum og meðal þeirra voru tónlistarmennirnir Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir sem eru búsett í Berlín. Eins og svo oft vill verða kviknaði þráin hjá Íslendingum til að syngja með og var oft á tíðum sungið hátt og snjallt með lögunum. Það gerði undirritaður til að mynda nokkrum sinnum. Ég fékk að heyra það frá þýskri miðaldra konu sem bað mig vinsamlegast um að koma mér í burtu frá henni. Niðurstaðan varð sú að hún færði sig.Stemningin í salnum í Berlín var stórgóð.visir/gettyÍslandsmet á Billboard-listanum Það má með sanni segja að frá því að Of Monster and Men var stofnuð árið 2010 hefur sveitin gefið út fjölmarga slagara og stendur svo fyllilega undir heilum tónleikum með eigin lögum. Á þeim tíma sem OMAM var á sviðinu er hægt að taka saman níu lög sem eru algjörar neglur. Ekki mörg bönd sem geta gert slíkt hið sama. Of Monsters and Men hefur komist á topp tíu á Billboard-listann í Bandaríkjunum með öllum þremur plötum sem sveitin hefur gefið út. Það er afrek sem engir aðrir íslenskir tónlistarmenn hafa náð og reyndar ekki margir tónlistarmenn yfir höfuð.En aftur að tónleikunum. Fjórða lagið sem sveitin tók var King and Lionheart. Það er negla með yfir 47 milljónir áhorfa á YouTube og þá varð allt vitlaust í salnum. Lag sem er mjög þægilegt að syngja með og það var þarna sem þýska konan byrjaði að láta mig fara í taugarnar á sér og bað mig fyrst um að þegja. Hún væri þarna til njóta. Sennilega var ég pirrandi, en þetta er frábært lag, ég syng með. Næsta lag, annar smellur. Mountain Sound sem einnig var mjög gott að syngja með. Ég var á minni eigin Þjóðhátíð. Brekkusöngur í Berlín.Þegar þarna var komið við sögu þurfti maður nauðsynlega að fá smá slökun. Þá var komið að laginu Wild Roses sem er nokkuð rólegt lag, til að byrja með, og mjög fallegt. Myndbandið sérstaklega vel heppnað en það var tekið í Sundhöll Hafnarfjarðar. Sveitin náði að blanda vel saman nýju lögunum og þeim þekktu og því var alltaf eitthvað fyrir bolinn. Þann sem þekkir í raun bara vinsælustu lögin. Ég er nett þar en nýja platan féll vel í kramið hjá Þjóðverjanum og öllum gestum tónleikanna. Næstu fimm lögin voru af nýju plötunni. Þjóðverjinn datt í bullandi gír Aftur á móti voru fimm síðustu lög tónleikanna, fyrir uppklapp, öll mjög þekkt og vinsæl. Sú rispa byrjaði með I of the Storm sem er mjög rólegt lag og þá var þögn í salnum. Ég hélt kjafti. Geggjaður flutningur. Næst hlóð bandið í lagið Crystals sem er eitt af mínum allra uppáhalds með sveitinni. Man þegar ég heyrði það fyrst að það náði mér strax. Ekki skemmir að leikaragoðsögnin Siggi Sigurjóns fer með aðalhlutverkið í textamyndbandinu. En það er alveg ljóst hvað er þeirra allra vinsælasta lag, það heitir Little Talks og er í raun lagið sem gerði þetta band að því sem það er í dag. Næstsíðasta lagið fyrir uppklapp og um leið lagið byrjaði varð allt vitlaust í salnum. Þarna fór Þjóðverjinn meira segja að hoppa og skoppa. Fékk sjálfur yfir mig töluvert magn af Vodka Red Bull. En ég kem sterkari til baka.Little Talks er með 280 milljónir spilanna á YouTube og 430 milljónir á Spotify. Þetta er þeirra aðallag og það sást. Flutningurinn var algjörlega upp á tíu. Síðasta lagið fyrir uppklapp var Six Weeks og sló flutningurinn í gegn. Eftir uppklapp voru tekin þrjú lög og tvö þeirra stóðu upp úr. Næst síðasta lagið var Dirty Paws. Algjörlega sturlaður flutningur og lag kvöldsins að mínu mati. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var frábær á tónleikunum öllum sem og allt bandið. Hvorki að sjá né heyra á að Arnar trommari hafi verið með eyrnabólgu. Nanna toppaði sig algjörlega undir lokin. Þá flutti hún lagið Waiting For The Snow og var flutningurinn einlægur og vægast sagt fallegur. Hann er til á YouTube og má sjá hér að neðan. Heilt yfir voru tónleikarnir stórkostlegir og gaman að sjá íslenskt band í þessum gæðaflokki erlendis. Litli Íslendingurinn fyllist stolti. Íslendingar erlendis Menning Of Monsters and Men Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þrjú þúsund manns fylltu hið sögufræga Huxleys Neue Welt í Berlín á miðvikudaginn síðasta þar sem nokkur fjöldi Íslendinga var mættur. Eðlilega enda Of Monsters and Men mætt á svæðið. Blaðamaður Vísis var á meðal tónleikagesta. Íslenska bandið Vök hitaði upp fyrir OMAM og var því allsherjar íslenskt þema í þýsku borginni þetta miðvikudagskvöld. Vök stóð sannarlega fyrir sínu og var tónleikasalurinn strax orðinn fullur þegar þau stigu á svið. Þjóðverjinn er reyndar mjög stundvís, annað en Íslendingurinn sem er oftar en ekki með seinni skipunum. Huxleys Neue Welt er sögufrægur tónleikastaður í borginni en Adolf Hitler hélt meðal annars fræga ræðu í salnum árið 1930.Huxleys Neue Welt að utan.WikiCommons/Bernd M. RadowiczSalurinn tekur um þrjú þúsund manns og ekki eitt sæti. Því stóðu allir allan tímann og var algjörlega augljóst að allir sem mættir voru á tónleikana þekktu Of Monsters and Men vel. Þegar bandið mætti á svæðið fyrir utan höllina voru æstir aðdáendur þar að biðja um „selfie“. Fyrsta lagið sem OMAM tók á tónleikunum var lagið Alligator sem er vinsælasta lag þeirra á nýjustu plötunni Fever Dream sem kom út í maí á þessu ári. Það var því byrjað á bombu og salurinn strax kominn í gír.Sennilega voru um 30 Íslendingar á tónleikunum og meðal þeirra voru tónlistarmennirnir Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir sem eru búsett í Berlín. Eins og svo oft vill verða kviknaði þráin hjá Íslendingum til að syngja með og var oft á tíðum sungið hátt og snjallt með lögunum. Það gerði undirritaður til að mynda nokkrum sinnum. Ég fékk að heyra það frá þýskri miðaldra konu sem bað mig vinsamlegast um að koma mér í burtu frá henni. Niðurstaðan varð sú að hún færði sig.Stemningin í salnum í Berlín var stórgóð.visir/gettyÍslandsmet á Billboard-listanum Það má með sanni segja að frá því að Of Monster and Men var stofnuð árið 2010 hefur sveitin gefið út fjölmarga slagara og stendur svo fyllilega undir heilum tónleikum með eigin lögum. Á þeim tíma sem OMAM var á sviðinu er hægt að taka saman níu lög sem eru algjörar neglur. Ekki mörg bönd sem geta gert slíkt hið sama. Of Monsters and Men hefur komist á topp tíu á Billboard-listann í Bandaríkjunum með öllum þremur plötum sem sveitin hefur gefið út. Það er afrek sem engir aðrir íslenskir tónlistarmenn hafa náð og reyndar ekki margir tónlistarmenn yfir höfuð.En aftur að tónleikunum. Fjórða lagið sem sveitin tók var King and Lionheart. Það er negla með yfir 47 milljónir áhorfa á YouTube og þá varð allt vitlaust í salnum. Lag sem er mjög þægilegt að syngja með og það var þarna sem þýska konan byrjaði að láta mig fara í taugarnar á sér og bað mig fyrst um að þegja. Hún væri þarna til njóta. Sennilega var ég pirrandi, en þetta er frábært lag, ég syng með. Næsta lag, annar smellur. Mountain Sound sem einnig var mjög gott að syngja með. Ég var á minni eigin Þjóðhátíð. Brekkusöngur í Berlín.Þegar þarna var komið við sögu þurfti maður nauðsynlega að fá smá slökun. Þá var komið að laginu Wild Roses sem er nokkuð rólegt lag, til að byrja með, og mjög fallegt. Myndbandið sérstaklega vel heppnað en það var tekið í Sundhöll Hafnarfjarðar. Sveitin náði að blanda vel saman nýju lögunum og þeim þekktu og því var alltaf eitthvað fyrir bolinn. Þann sem þekkir í raun bara vinsælustu lögin. Ég er nett þar en nýja platan féll vel í kramið hjá Þjóðverjanum og öllum gestum tónleikanna. Næstu fimm lögin voru af nýju plötunni. Þjóðverjinn datt í bullandi gír Aftur á móti voru fimm síðustu lög tónleikanna, fyrir uppklapp, öll mjög þekkt og vinsæl. Sú rispa byrjaði með I of the Storm sem er mjög rólegt lag og þá var þögn í salnum. Ég hélt kjafti. Geggjaður flutningur. Næst hlóð bandið í lagið Crystals sem er eitt af mínum allra uppáhalds með sveitinni. Man þegar ég heyrði það fyrst að það náði mér strax. Ekki skemmir að leikaragoðsögnin Siggi Sigurjóns fer með aðalhlutverkið í textamyndbandinu. En það er alveg ljóst hvað er þeirra allra vinsælasta lag, það heitir Little Talks og er í raun lagið sem gerði þetta band að því sem það er í dag. Næstsíðasta lagið fyrir uppklapp og um leið lagið byrjaði varð allt vitlaust í salnum. Þarna fór Þjóðverjinn meira segja að hoppa og skoppa. Fékk sjálfur yfir mig töluvert magn af Vodka Red Bull. En ég kem sterkari til baka.Little Talks er með 280 milljónir spilanna á YouTube og 430 milljónir á Spotify. Þetta er þeirra aðallag og það sást. Flutningurinn var algjörlega upp á tíu. Síðasta lagið fyrir uppklapp var Six Weeks og sló flutningurinn í gegn. Eftir uppklapp voru tekin þrjú lög og tvö þeirra stóðu upp úr. Næst síðasta lagið var Dirty Paws. Algjörlega sturlaður flutningur og lag kvöldsins að mínu mati. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var frábær á tónleikunum öllum sem og allt bandið. Hvorki að sjá né heyra á að Arnar trommari hafi verið með eyrnabólgu. Nanna toppaði sig algjörlega undir lokin. Þá flutti hún lagið Waiting For The Snow og var flutningurinn einlægur og vægast sagt fallegur. Hann er til á YouTube og má sjá hér að neðan. Heilt yfir voru tónleikarnir stórkostlegir og gaman að sjá íslenskt band í þessum gæðaflokki erlendis. Litli Íslendingurinn fyllist stolti.
Íslendingar erlendis Menning Of Monsters and Men Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira