Hamrén: Ánægður með hvernig mörk við skoruðum Arnar Geir Halldórsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 17. nóvember 2019 22:04 Hamrén kvaðst ánægður með frammistöðu ungu strákanna gegn Moldóvu. vísir/getty „Við komum hingað til að ná í þrjú stig og það tókst svo ég er ánægður með það. Ég er líka ánægður með mörkin sem við skoruðum,“ voru fyrstu viðbrögð Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, eftir 1-2 sigur á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld. Ísland lýkur keppni í riðlinum með 19 stig sem skilar liðinu 3.sæti í riðlinum. Það dugir ekki til að fara beint á EM og þarf íslenska liðið því að fara í umspil. „Ég er ánægður með að ná í nítján stig og það eru ekki mörg lið sem ná því en komast samt ekki beint á EM. Tyrkir náðu fjórum stigum gegn Frökkum, heimsmeisturunum. Það er ástæðan fyrir að við erum ekki að fara beint á EM,“ segir Hamrén. Það voru ferskir vindar sem blésu með byrjunarliðinu í dag og landsliðsþjálfarinn var ánægður með leikmenn á borð við Mikael Neville Anderson, Arnór Sigurðsson og Samúel Kára Friðjónsson „Mér fannst þeir gera vel. Mikael fékk að finna fyrir því en hann er snöggur og hann er alltaf á miklum hraða svo hann fær oft að finna harkalega fyrir því. Ég var ánægður með að sjá hvernig þessir framtíðarleikmenn komu inn í leikinn,“ segir Hamrén. Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik en Hamrén gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt. Hann fann mikið til þegar hann kom útaf en við verðum bara að sjá. Þetta er ökklinn á honum og vonandi er þetta ekkert sem heldur honum lengi frá,“ sagði Hamrén sem mun fylgjast spenntur með drættinum í vikunni. „Það er mjög gott að fá heimaleik í umspilinu. Við erum spenntir að sjá hverjum við mætum,“ segir Hamrén.Klippa: Viðtal við Hamrén EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik í Moldóvu. 17. nóvember 2019 20:20 Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Birkir Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu í sigrinum á Moldóvu. 17. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
„Við komum hingað til að ná í þrjú stig og það tókst svo ég er ánægður með það. Ég er líka ánægður með mörkin sem við skoruðum,“ voru fyrstu viðbrögð Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, eftir 1-2 sigur á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld. Ísland lýkur keppni í riðlinum með 19 stig sem skilar liðinu 3.sæti í riðlinum. Það dugir ekki til að fara beint á EM og þarf íslenska liðið því að fara í umspil. „Ég er ánægður með að ná í nítján stig og það eru ekki mörg lið sem ná því en komast samt ekki beint á EM. Tyrkir náðu fjórum stigum gegn Frökkum, heimsmeisturunum. Það er ástæðan fyrir að við erum ekki að fara beint á EM,“ segir Hamrén. Það voru ferskir vindar sem blésu með byrjunarliðinu í dag og landsliðsþjálfarinn var ánægður með leikmenn á borð við Mikael Neville Anderson, Arnór Sigurðsson og Samúel Kára Friðjónsson „Mér fannst þeir gera vel. Mikael fékk að finna fyrir því en hann er snöggur og hann er alltaf á miklum hraða svo hann fær oft að finna harkalega fyrir því. Ég var ánægður með að sjá hvernig þessir framtíðarleikmenn komu inn í leikinn,“ segir Hamrén. Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik en Hamrén gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt. Hann fann mikið til þegar hann kom útaf en við verðum bara að sjá. Þetta er ökklinn á honum og vonandi er þetta ekkert sem heldur honum lengi frá,“ sagði Hamrén sem mun fylgjast spenntur með drættinum í vikunni. „Það er mjög gott að fá heimaleik í umspilinu. Við erum spenntir að sjá hverjum við mætum,“ segir Hamrén.Klippa: Viðtal við Hamrén
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik í Moldóvu. 17. nóvember 2019 20:20 Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Birkir Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu í sigrinum á Moldóvu. 17. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik í Moldóvu. 17. nóvember 2019 20:20
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Birkir Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu í sigrinum á Moldóvu. 17. nóvember 2019 21:30