Læknir segir aukna þörf á lífstílstengdu inngripi hjá fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2019 14:45 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. stöð 2 Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira