Læknir segir aukna þörf á lífstílstengdu inngripi hjá fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2019 14:45 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. stöð 2 Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira