Læknir segir aukna þörf á lífstílstengdu inngripi hjá fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2019 14:45 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. stöð 2 Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira