Aðgengi barna að skólasálfræðingum ábótavant Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:42 Meira en ár er liðið síðan ég lagði fram tillögu í borgarstjórn um að sálfræðingum yrði fjölgað í skólum og að þeir hefðu aðsetur í skólunum sjálfum en ekki á þjónustumiðstöðvum eins og nú er. Þetta er jafnframt skýr ósk skólastjóra. Aðgengi að sálfræðingum inni í skólunum er eitt þeirra úrræða sem gæti komið skólunum best. Ef aðsetur skólasálfræðinga væri í skólunum væri aðgengi barna að þeim mun ríkulegra auk þess sem þeir gætu betur sinnt foreldrum og kennurum, handleiðslu og fræðslu eftir þörfum. Tillagan var felld í skóla- og frístundaráði. Gerð var önnur tilraun til að auka aðgengi barna að skólasálfræðingum og lögð fram tillaga um að börn skuli hafa biðlistalaust aðgengi að skólasálfræðingi sínum. Sú tillaga fór sömu leið. Í lögum segir að skólasálfræðingur skuli vera í hverjum grunnskóla og að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Skýrsla innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma til grunnskóla kom út í júlí s.l. Í skýrslunni kemur einnig fram að skólastjórnendur hafa ítrekað kallað eftir sálfræðingum inn í skólana. Aukin þjónusta sálfræðinga í skólum myndi styðja við börnin sem njóta hennar og styrkja þau í náminu. Auk þess myndi hún draga úr álagi á kennara sem er mikið, svo mikið að það leiðir jafnvel til veikinda eða kulnunar í starfi hjá sumum. Nauðsynleg þjónusta háð efnahag foreldra Biðlistar eftir þjónustu eru orðnir eins og eitthvað lögmál í borginni, rótgróið mein sem hvorki síðasti meirihluti né þessi virðist ætla að vinna á. Biðlistar eftir þjónustu sálfræðinga eru mjög langir í Reykjavík og í fjölmörgum tilfellum hafa börn sem nauðsynlega hafa þurft sálfræðiþjónustu, eða greiningu sem aðeins sálfræðingar mega framkvæma, ekki fengið slíka þjónustu á grunnskólaárum sínum. Margir foreldrar hafa gefist upp á biðinni og þeir sem hafa efni á því fara á einkastofur til að fá svokallaða frumgreiningu fyrir börn sín. Fyrir börn sem þurfa nánari greiningu sem aðeins stofnanir ríkisins veita þarf “frumgreining” að liggja fyrir. Öðruvísi kemst barn ekki að, t.d. á Þroska og hegðunarmiðstöð eða Barna- og unglingageðdeild. Verra er með þá foreldra sem ekki hafa efni á að kaupa greiningu hjá sálfræðingi á einkastofu. Eins og skilja má eiga ekki allir foreldrar þess kost að fjármagna slíkt og því sitja börnin ekki við sama borð þegar kemur að þjónustu sem þau þarfnast hjá skólasálfræðingi. Börn efnaminni foreldra þurfa að bíða eftir að röðin kemur að þeim. Sú bið getur verið mánuðir eða jafnvel ár. Sálfræðiþjónusta, þar með taldar nauðsynlegar greiningar barna, eiga auðvitað aldrei að vera háð efnahagi foreldra. Kvíði barna hefur farið vaxandi og sama á við um sjálfsskaði og þunglyndi. Orsakir fyrir vaxandi vanlíðan geta verið margar og flóknar sem segir enn frekar til um hversu mikilvægt það er að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að sálfræðingum og fái almennt séð alla þá þjónustu sem þeim vanhagar um án þess að þurfa að bíða mánuðum saman. Nærtækast er að fara til skólasálfræðinga en heilsugæslustöðvar bjóða líka upp á sálfræðiþjónustu. Til heilsugæslusálfræðinga eru einnig biðlistar en þó mislangir. Eins og fyrirkomulagið er núna með skólasálfræðingana er kerfið flókið. Þjónustumiðstöðvar eru millistykki sem auka fjarlægðina milli barnanna og skólasálfræðinganna. Skólasálfræðingar eiga að vera raunverulegur hluta af starfsliði skólanna og hafa aðsetur aðeins í skólunum. Áfram geta þeir engu að síður tekið þátt í þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila eftir atvikum m.a. þeirra sem eru á þjónustumiðstöðvunum.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Meira en ár er liðið síðan ég lagði fram tillögu í borgarstjórn um að sálfræðingum yrði fjölgað í skólum og að þeir hefðu aðsetur í skólunum sjálfum en ekki á þjónustumiðstöðvum eins og nú er. Þetta er jafnframt skýr ósk skólastjóra. Aðgengi að sálfræðingum inni í skólunum er eitt þeirra úrræða sem gæti komið skólunum best. Ef aðsetur skólasálfræðinga væri í skólunum væri aðgengi barna að þeim mun ríkulegra auk þess sem þeir gætu betur sinnt foreldrum og kennurum, handleiðslu og fræðslu eftir þörfum. Tillagan var felld í skóla- og frístundaráði. Gerð var önnur tilraun til að auka aðgengi barna að skólasálfræðingum og lögð fram tillaga um að börn skuli hafa biðlistalaust aðgengi að skólasálfræðingi sínum. Sú tillaga fór sömu leið. Í lögum segir að skólasálfræðingur skuli vera í hverjum grunnskóla og að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Skýrsla innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma til grunnskóla kom út í júlí s.l. Í skýrslunni kemur einnig fram að skólastjórnendur hafa ítrekað kallað eftir sálfræðingum inn í skólana. Aukin þjónusta sálfræðinga í skólum myndi styðja við börnin sem njóta hennar og styrkja þau í náminu. Auk þess myndi hún draga úr álagi á kennara sem er mikið, svo mikið að það leiðir jafnvel til veikinda eða kulnunar í starfi hjá sumum. Nauðsynleg þjónusta háð efnahag foreldra Biðlistar eftir þjónustu eru orðnir eins og eitthvað lögmál í borginni, rótgróið mein sem hvorki síðasti meirihluti né þessi virðist ætla að vinna á. Biðlistar eftir þjónustu sálfræðinga eru mjög langir í Reykjavík og í fjölmörgum tilfellum hafa börn sem nauðsynlega hafa þurft sálfræðiþjónustu, eða greiningu sem aðeins sálfræðingar mega framkvæma, ekki fengið slíka þjónustu á grunnskólaárum sínum. Margir foreldrar hafa gefist upp á biðinni og þeir sem hafa efni á því fara á einkastofur til að fá svokallaða frumgreiningu fyrir börn sín. Fyrir börn sem þurfa nánari greiningu sem aðeins stofnanir ríkisins veita þarf “frumgreining” að liggja fyrir. Öðruvísi kemst barn ekki að, t.d. á Þroska og hegðunarmiðstöð eða Barna- og unglingageðdeild. Verra er með þá foreldra sem ekki hafa efni á að kaupa greiningu hjá sálfræðingi á einkastofu. Eins og skilja má eiga ekki allir foreldrar þess kost að fjármagna slíkt og því sitja börnin ekki við sama borð þegar kemur að þjónustu sem þau þarfnast hjá skólasálfræðingi. Börn efnaminni foreldra þurfa að bíða eftir að röðin kemur að þeim. Sú bið getur verið mánuðir eða jafnvel ár. Sálfræðiþjónusta, þar með taldar nauðsynlegar greiningar barna, eiga auðvitað aldrei að vera háð efnahagi foreldra. Kvíði barna hefur farið vaxandi og sama á við um sjálfsskaði og þunglyndi. Orsakir fyrir vaxandi vanlíðan geta verið margar og flóknar sem segir enn frekar til um hversu mikilvægt það er að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að sálfræðingum og fái almennt séð alla þá þjónustu sem þeim vanhagar um án þess að þurfa að bíða mánuðum saman. Nærtækast er að fara til skólasálfræðinga en heilsugæslustöðvar bjóða líka upp á sálfræðiþjónustu. Til heilsugæslusálfræðinga eru einnig biðlistar en þó mislangir. Eins og fyrirkomulagið er núna með skólasálfræðingana er kerfið flókið. Þjónustumiðstöðvar eru millistykki sem auka fjarlægðina milli barnanna og skólasálfræðinganna. Skólasálfræðingar eiga að vera raunverulegur hluta af starfsliði skólanna og hafa aðsetur aðeins í skólunum. Áfram geta þeir engu að síður tekið þátt í þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila eftir atvikum m.a. þeirra sem eru á þjónustumiðstöðvunum.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun