Héraðsdómur hafnaði miskabótakröfu Annþórs Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 19:42 Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Annþór og Börkur Birgisson voru vistaðir þar á meðan þeir voru grunaðir um að hafa veitt fanga á Litla hrauni áverka sem leiddu til dauða hans árið 2012. Þeir voru ákærðir fyrir umrædda líkamsárás en voru sýknaðir í Hæstarétti í mars 2017.Sjá einnig: Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokiðÍ kjölfarið krafðist Annþór miskabóta vegna öryggisvistarinnar og dráttar á rannsókn málsins, útgáfu kæru og málsmeðferð fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði í dómi sínum í dag til þess að ákvörðunin um að vista Annþór á öryggisgangi hafi verið tekin á grundvelli sjónarmiða um öryggi og allsherjarreglu í fangelsinu. Dómari vísaði einnig til þess að Annþór hafi þegar fengið bætur vegna símhlustunar, gæsluvarðhaldsvistar og hlerunar á öryggisgangi á meðan rannsókn á málinu stóð. Í dómnum er forstöðumaður fangelsisins sagður mega flytja fanga milli deilda eða klefa í öryggisskyni eða vegna sérstakra aðstæðna samkvæmt lögum. Því hafi honum verið leyft að vista Annþór á öryggisgangi á þeim grundvelli að með því ætti að reyna að vernda aðra fanga fyrir hættu sem kynni að stafa af honum. Dómurinn fékk ekki séð að neitt hafi komið fram í málinu sem gefi til kynna að framgangur málsins hafi verið með óeðlilegum hætti. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi gert athugasemdir við þann tíma sem rannsókn og meðferð málsins tók í dómum sínum í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Annþór og Börkur Birgisson voru vistaðir þar á meðan þeir voru grunaðir um að hafa veitt fanga á Litla hrauni áverka sem leiddu til dauða hans árið 2012. Þeir voru ákærðir fyrir umrædda líkamsárás en voru sýknaðir í Hæstarétti í mars 2017.Sjá einnig: Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokiðÍ kjölfarið krafðist Annþór miskabóta vegna öryggisvistarinnar og dráttar á rannsókn málsins, útgáfu kæru og málsmeðferð fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði í dómi sínum í dag til þess að ákvörðunin um að vista Annþór á öryggisgangi hafi verið tekin á grundvelli sjónarmiða um öryggi og allsherjarreglu í fangelsinu. Dómari vísaði einnig til þess að Annþór hafi þegar fengið bætur vegna símhlustunar, gæsluvarðhaldsvistar og hlerunar á öryggisgangi á meðan rannsókn á málinu stóð. Í dómnum er forstöðumaður fangelsisins sagður mega flytja fanga milli deilda eða klefa í öryggisskyni eða vegna sérstakra aðstæðna samkvæmt lögum. Því hafi honum verið leyft að vista Annþór á öryggisgangi á þeim grundvelli að með því ætti að reyna að vernda aðra fanga fyrir hættu sem kynni að stafa af honum. Dómurinn fékk ekki séð að neitt hafi komið fram í málinu sem gefi til kynna að framgangur málsins hafi verið með óeðlilegum hætti. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi gert athugasemdir við þann tíma sem rannsókn og meðferð málsins tók í dómum sínum í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06
Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19
Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10
Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26
Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24