Innlent

Tveir í haldi eftir eld á Argentínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018.
Veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018.
Slökkvilið var kallað út rétt eftir miðnættið þegar tilkynning barst um eld í þaki á húsi við Barónsstíg í Reykjavík.

Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að kveikt hafði verið í arni í húsinu og logaði svo glatt í honum að eldtungurnar stóðu upp um reykháfinn og fylgdi mikill reykur með.

Að sögn slökkviliðs reyndist þó lítið mál að slökkva í arninum og kældu slökkviliðsmenn síðan reykháfinn sjálfan og svæðið þar í kring til öryggis.

Tveir einstaklingar voru í húsinu þegar lögregla mætti á vettvang og voru báðir handteknir enda á húsið að vera mannlaust, en um er að ræða húsnæði sem til fjölda ára hýsti steikhúsið Argentínu.

Mennirnir sem kveiktu í arninum fengu að gista fangageymslur í nótt og málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×