120 eldar loga enn í New South Wales og Queensland og óttast er að eldar kvikni einnig í Vestur-Ástralíu.
Sextán ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir að kveikja einn eldinn af ásettu ráði en af hans völdum brunnu fjórtán einbýlishús í bænum Yeppoon, um 650 kílómetrum norður af Brisbane, til grunna.
Hópur fyrrverandi slökkviliðsstjóra sökuðu í dag yfirvöld um að hafa hunsað viðvaranir um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á tíðni og umfang gróðurelda í landinu.
„Ástandið mun ekki skána ef kjörnir fulltrúar okkar bregðast ekki við af fullum þunga og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og þörf krefur,“ sagði Mike Brown, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Tasminíu.