Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. nóvember 2019 21:00 Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur. Samherjaskjölin Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur.
Samherjaskjölin Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira