Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. nóvember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“ Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“
Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira