Íslenska landsliðið lendir í Istanbul eftir hádegi Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 13. nóvember 2019 09:00 Bosporus er sundið sem skiptir Istanbul borg á milli Evrópu og Asíu en það tengir líka Svartahaf við Marmarahaf. Getty/Muhammed Enes Yildirim Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. Íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í Istanbul í undankeppni EM 2020 annað kvöld en fyrstu dögunum í Tyrklandi hefur íslenska liðið verið í nokkra daga æfingabúðum í ferðamannaparadís á tyrknesku ríveríunni. Íslenski hópurinn flýgur frá æfingabúðum sínum á suðurströndinni og til Istanbul í hádeginu að staðartíma en Tyrkland er þremur tímum á undan Íslandi. Strákarnir ættu að lenda á glænýjum flugvelli í Istanbul um klukkan ellefu að íslenskum tíma. Knattspyrnusambandið sendi þó einn mann á undan sér til Istanbul. Þorgrímur Þráinsson fékk að venju það hlutverk að fara á undan liðinu til að gera allt klára á hóteli liðsins. Þorgrímur flaug til Istanbul í gær. Flugið frá Antalya til Istanbul tekur bara klukkutíma og áætlað er að liðið lendi um klukkan 14.00 að staðartíma. Liðið fær ekki langan tíma til að koma sér fyrir á hótelinu því fram undan er æfing á keppnisvellinum sem hefst klukkan 17.30. Tyrkir hættu við að vera með sína æfingu á morgun á keppnisvellinum en þeir áttu að vera með æfinguna sína strax á eftir íslenska landsliðinu. Tyrkir ætla þess í stað að vera með lokaæfingu sína fyrir leikinn á æfingasvæði sínu. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. Íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í Istanbul í undankeppni EM 2020 annað kvöld en fyrstu dögunum í Tyrklandi hefur íslenska liðið verið í nokkra daga æfingabúðum í ferðamannaparadís á tyrknesku ríveríunni. Íslenski hópurinn flýgur frá æfingabúðum sínum á suðurströndinni og til Istanbul í hádeginu að staðartíma en Tyrkland er þremur tímum á undan Íslandi. Strákarnir ættu að lenda á glænýjum flugvelli í Istanbul um klukkan ellefu að íslenskum tíma. Knattspyrnusambandið sendi þó einn mann á undan sér til Istanbul. Þorgrímur Þráinsson fékk að venju það hlutverk að fara á undan liðinu til að gera allt klára á hóteli liðsins. Þorgrímur flaug til Istanbul í gær. Flugið frá Antalya til Istanbul tekur bara klukkutíma og áætlað er að liðið lendi um klukkan 14.00 að staðartíma. Liðið fær ekki langan tíma til að koma sér fyrir á hótelinu því fram undan er æfing á keppnisvellinum sem hefst klukkan 17.30. Tyrkir hættu við að vera með sína æfingu á morgun á keppnisvellinum en þeir áttu að vera með æfinguna sína strax á eftir íslenska landsliðinu. Tyrkir ætla þess í stað að vera með lokaæfingu sína fyrir leikinn á æfingasvæði sínu.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira