Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 13:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira