Fótbolti

Luka­ku varð fyrir ras­isma í Prag: „UEFA verður núna að fara gera eitt­hvað“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku í leiknum á miðvikudagskvöldið.
Lukaku í leiknum á miðvikudagskvöldið. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Inter, segir að hann hafi orðið fyrir rasisma á miðvikudagskvöldið er Inter spilaði við Slavia Prag á útivelli í Meistaradeild Evrópu.

Framherjinn skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-1 sigri Inter en hann segir að margir áhorfendur á vellinum hafi tekið undir rasismann.

„Ég sagði þetta síðast þegar ég var með landsliðinu en UEFA verður núna að fara gera eitthvað því það er ekki rétt að hlutir eins og þessir gerist á knattspyrnuleikvöngum,“ sagði Lukaku við Esporte Interativo.







„Þetta hefur gerst tvisvar hjá mér og við erum á áriu 2019. Það eru margir leikmenn frá mismunandi þjóðernum í liðunum. Þegar það er eins slæmt fólk og þetta á leikvöngunum þá er það ekki gott dæmi fyrir krakkana.“

„Ég vona að UEFA geri eitthvað núna því allur leikvangurinn tók undir þetta þegar Lautaro skoraði fyrsta markið. Það er ekki gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Belginn.

Lukaku hefur farið afar vel af stað á Ítalíu en hann hefur skorað tíu mörk í fyrstu þrettán leikjunum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×