Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:31 Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira