Skipulagsráð vill ekki jafn háa byggð og lagt var upp með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2019 13:52 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu. RÚV greindi fyrst frá.Í síðasta mánuði samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar hafa mjög verið til umræðu á meðal bæjarbúa og sýnist sitt hverjum. Þannig var fullt hús á opnum kynningarfundi þar sem tillögurnar voru kynntar fyrir bæjarbúum. Á fundi skipulagsráðs í gær voru lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við skipulagsvinnuna. Alls bárust 35 umsagnir, þar á meðal frá Isavia og Hafnasamlagi Norðurlands líkt og Vísir hefur áður greint frá.Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/AkureyrarbærÍ umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Í ljósi þess telur Skipulagsstofnun mikilvægt að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sé gert kleift að fylgjast með og koma að mótun skipulagstillögunnar á vinnslustigi hennar. Þannig hefði verið rétt að setja fram ítarlega kynningar- og samráðsáætlun um slíkt samráð í skipulagslýsingunni sem samþykkt var af bæjarstjórn.Minjastofnun vill ekki háhýsi á reitnum Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að landnotkun reitsins sem um ræðir verði breitt úr blandaðri byggð í íbúðabyggð. Stofnunin leggst þó alfarið gegn hugmyndum um sex til ellefu hæða háhýsi, aftan við hin friðlýstu Gránufélagshús og í nágrenni við gamla og fíngerða byggð á Oddeyri. Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í gær segir að með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga sé ekki rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar. Var Pétri Inga Haraldssyni, sviðsstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar, jafnframt falið að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu en þeirri sem kynnt hefur verið. Í samtali við Vísi segir Pétur Ingi að sú vinna fari nú af stað. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu. RÚV greindi fyrst frá.Í síðasta mánuði samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar hafa mjög verið til umræðu á meðal bæjarbúa og sýnist sitt hverjum. Þannig var fullt hús á opnum kynningarfundi þar sem tillögurnar voru kynntar fyrir bæjarbúum. Á fundi skipulagsráðs í gær voru lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við skipulagsvinnuna. Alls bárust 35 umsagnir, þar á meðal frá Isavia og Hafnasamlagi Norðurlands líkt og Vísir hefur áður greint frá.Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/AkureyrarbærÍ umsögn Skipulagsstofnunar segir að ljóst sé að hugmyndirnar feli í sér þéttari og hærri byggð en stefnt er að í rammaskipulagi Oddeyrar. Þetta muni fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Í ljósi þess telur Skipulagsstofnun mikilvægt að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sé gert kleift að fylgjast með og koma að mótun skipulagstillögunnar á vinnslustigi hennar. Þannig hefði verið rétt að setja fram ítarlega kynningar- og samráðsáætlun um slíkt samráð í skipulagslýsingunni sem samþykkt var af bæjarstjórn.Minjastofnun vill ekki háhýsi á reitnum Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að landnotkun reitsins sem um ræðir verði breitt úr blandaðri byggð í íbúðabyggð. Stofnunin leggst þó alfarið gegn hugmyndum um sex til ellefu hæða háhýsi, aftan við hin friðlýstu Gránufélagshús og í nágrenni við gamla og fíngerða byggð á Oddeyri. Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í gær segir að með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga sé ekki rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar. Var Pétri Inga Haraldssyni, sviðsstjóra skipulagssviðs Akureyrarbæjar, jafnframt falið að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu en þeirri sem kynnt hefur verið. Í samtali við Vísi segir Pétur Ingi að sú vinna fari nú af stað.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45
Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00
Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45